Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. janúar. 2014 09:01

Miklar sveiflur á tímabilinu

Guðmundur Páll Jónsson tilkynnti í síðustu viku að hann ætli ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn Akraness á næsta kjörtímabili. Er hann því að hætta störfum sem bæjarfulltrúi eftir 20 ára setu í bæjarstjórn. Guðmundur segir að þeir tveir áratugir sem hann á að baki hafi að mörgu leyti verið mjög skemmtilegur og viðburðaríkur tími með miklum áskorunum þar sem skipst hafi á bæði skin og skúrir. Margt er breytt á þessum tveimur áratugum. Til að mynda hefur íbúum Akraness fjölgað úr 5.150 árið 1994 í 6.700 í dag. 

„Þegar ég settist fyrst í bæjarstjórn 1994 hafði verið mikil niðursveifla og efnahagsleg deyfð, bæði í bæjarlífinu og almennt yfir landið. Ég man að þá var gjarnan sagt að aðeins væri byggt um eitt nýtt íbúðarhús á ári. Þegar rætt var við kjósendur var aðal umræðuefnið hvernig fólk ætlaði að eiga fyrir brauðinu daginn eftir. Á tímabilinu sem ég hef setið hefur maður síðan mætt kjósendum þegar allt önnur sjónarmið hafa verið uppi, mikil bjartsýni og kraftur. Sveitarstjórnarmálin fara mikið eftir því hvernig efnahagsmálin sveiflast hverju sinni,“ segir hann.

 

Lesa má viðtal við Guðmund Pál Jónsson fráfarandi bæjarfulltrúa á Akranesi í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is