Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. janúar. 2014 11:01

Hættir eftir fjögur ár í bæjarstjórastólnum

Hún var bæjarstjórnarefni L-lista félagshyggjufólks í Stykkishólmi fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar árið 2010. Tveir listar voru í boði, L-listinn og D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra. Kosningarnar voru æsispennandi. L-listinn hafði nauman sigur, fékk 50,4% eða 353 atkvæði. D-listinn fékk hins vegar 49,7% og 347 atkvæði. Þannig munaði aðeins sex atkvæðum á milli listanna. Þetta voru söguleg úrslit því L-listinn felldi þarna meirihluta Sjálfstæðisflokksins sem hafði setið í 36 ár, eða allar götur síðan 1974. Gyða Steinsdóttir var yfirlýst bæjarstjóraefni L-listans í kosningabaráttunni. Hún var þó ekki á framboðslista. Að kosningasigrinum loknum settist hún í stól bæjarstóra Stykkishólms. Því starfi hefur Gyða gegnt í tæp fjögur ár en kýs nú að hætta og snúa sér að öðrum verkefnum.

 

Hverfur frá stjórnmálunum

Með þessu kýs Gyða að draga sig alfarið út af vettvangi stjórnmálanna. Hún ætlar ekki að vera í framboði í næstu sveitarstjórnar kosningum. „Nei, ég ákvað að stíga frekar til hliðar. Ég vil ekki blanda mér í stjórnmálin. Í störfum mínum hér hef ég fyrst og fremst verið framkvæmdastjóri sveitarfélagsins. Ég hef samt mikinn áhuga á að vinna áfram fyrir samfélagið þó ég fari ekki á vettvang stjórnmálanna,“ segir hún þar sem við sitjum á skrifstofu hennar í Ráðhúsinu í Stykkishólmi.

 

Nánar er rætt við Gyðu Steinsdóttur fráfarandi bæjarstjóra í Stykkishólmi í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is