Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. janúar. 2014 10:01

Opnar ráðgjafarmiðstöð í Borgarnesi

Ný ráðgjafarmiðstöð undir heitinu „Lausnin Vesturland“ verður opnuð í Brákarey í Borgarnesi í byrjun febrúar. Það er Jóhanna Magnúsdóttir guðfræðingur og ráðgjafi sem stendur að opnun miðstöðvarinnar sem mun sérhæfa sig í að veita ráðgjöf í ýmsum málum sem snerta andlega líðan fólks. Í samtali við Skessuhorn sagði Jóhanna að í miðstöðinni geti fólk sótt sér ýmsa leiðsögn til að verða betur í stakk búið til að takast á við lausn þeirra fjölmörgu verkefna sem bíða í hinu daglega lífi. „Segja má að markmið ráðgjafarmiðstöðvarinnar sé að veita fólki aðstoð við að stilla lífsfókusinn í víðum skilningi. Í miðstöðinni verður boðið upp á einkaviðtöl, hvort sem er einstaklings, para eða fjölskylduviðtöl, þar sem leitast verður við að leiðbeina fólki við að vinna úr vandamálum sínum, erfiðleikum, kvíða og öðru andlegu álagi sem hent geta á lífsleiðinni,“ segir Jóhanna sem einnig hyggst bjóða upp á hugleiðslu- og slökunartíma í miðstöðinni.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is