Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. janúar. 2014 06:01

Brúarás undir smásjánni fyrir mögulega baðstarfsemi í Borgarfirði

Forsvarsmenn Miðaldabaðaverkefnisins í uppsveitum Borgarfjarðar, sem ítarlega hefur verið fjallað um í Skessuhorni um fjögurra ára skeið, skoða nú möguleika á að finna böðunum stað við félagsheimilið Brúarás í Hálsasveit. Verkefnið verður auk þess gírað niður í stærð og umfangi og þar af leiðandi stofnkostnaði, miðað við fyrri áætlanir. Frá því að verkefnið var fyrst kynnt til sögunnar hefur því verið stýrt af þeim Kjartani Ragnarssyni og Sigríði Margréti Guðmundsdóttur (Sirrý) í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Þegar Skessuhorn greindi frá stöðu verkefnisins síðast höfðu þau augastað á landsspildunni Hraunsási II í Hálsasveit undir böðin en þau áform náðu ekki fram að ganga. Nú eru Kjartan og Sirrý komin í samstarf með hjónunum Kolbeini Magnússyni og Láru Kristínu Gísladóttur í Stóra-Ási og hafa þau fjögur nú þegar byrjað skoðun á að byggja upp baðfyrirtækið við félagsheimilið Brúarás, sem er á landspildu úr Stóra-Ási. Að sögn Kolbeins eru áform hópsins enn á hugmyndastigi en hafa þó verið kynnt fyrir eigendum félagsheimilisins, enda yrði það að einhverju leyti nýtt undir starfsemina.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is