Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. janúar. 2014 12:00

Ördeyða á loðnumiðunum

Sjómenn og útgerðir hafa gefið loðnuleit upp á bátinn í bili að minnsta kosti. Skip hafa leitað loðnu bæði norður og austur af landinu en sáralítið fundist. Flotinn er nú í höfn vegna storma á miðunum. Ekki verður reynt að leita á ný fyrr en veður lægir. Tvö skip HB Granda komu til hafnar á Akranesi í morgun. Það voru Ingunn AK og Faxi RE.

„Við fórum út á þriðjudag frá Vopnafirði. Leituðum út þaðan og héldum með kantinum út af norðurlandi, fórum vestanverðan Kolbeinseyjarhrygginn, krussuðum vesturúr, vestur fyrir Vestfirði og sigldum síðan suður á bóginn til Akraness. Faxi RE var með okkur og við leituðum á báðum skipum eins vel og okkur var unnt. Við sáum alveg sáralítið. Eiginlega ekkert,“ segir Róbert Axelsson. Hann er alla jafna 1. stýrimaður um borð en var skipstjóri í þessari ferð.

 

Róbert segist þó ekki hafa neina trú á því að loðnan sé horfin sjómönnum og vertíðin þar með farin í vaskinn. „Nei, nei. Það sást loðna strax eftir áramót og menn náðu mjög fínni stofnmælingu í fyrrahaust. Þetta er bara ekki að skila sér núna. Göngumynstrið á loðnunni er greinilega óhefðbundið núna. Annað spilar líka inn. Þetta er svo erfitt þegar enginn er að vakta loðnuna. Það eru svo fá skip sem eru að leita og rannsóknaskipin eru bara bundin í höfnum. Það er enginn vilji til að halda utan um þetta. Loðnan er þannig fiskur að menn verða að fylgjast með henni því hún getur verið á svo víðfeðmu hafsvæði.“

 

Áhöfn Ingunnar fer nú í helgarfrí á meðan menn bíða af sér veður. „Það spáir svo leiðinlega þannig að við verðum líklega í höfn hér á Akranesi fram yfir helgi. Eftir það er ómögulegt að segja hvað gerist. Við vitum ekkert hvar loðnan mun birtast. Það gæti þess vegna verið að við færum suður fyrir land og reyndum að mæta loðnunni ef hún kemur austanfrá. Hún gæti líka komið upp hér fyrir vestan. Það gerðist 2001. Þá birtist hún allt í einu í Víkurálnum eftir tíu daga storm í febrúar. Þá hófust veiðar ekki fyrr en viku af febrúarmánuði. Þessir dyntir eru alveg þekktir. Það sem mér finnst bara vanta er að menn hangi yfir þessu og reyni að fylgja göngum og útbreiðslu loðnunnar svo hún týnist ekki,“ segir Róbert Axelsson 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is