Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. janúar. 2014 06:27

Fann upp búnað til að gata klaka á íþrótta- og golfvöllum

Friðrik Tryggvason hjá Almennu umhverfisþjónustunni í Grundarfirði lagði í dag inn umsókn um einkaleyfi fyrir búnað sem gæti valdið straumhvörfum hér á landi jafnvel á næstu dögum eða vikum. Búnaður þessi getur bjargað golf- og knattspyrnuvöllum undan altjóni af völdum kals en víða um land liggur nú klakahella yfir túnum og völlum. Hingað til hafa umsjónarmenn vallanna verið ráðþrota gagnvart þessu vandamáli sem sífellt verður stærra eftir því sem klakinn liggur lengur yfir. Ef ekkert er að gert getur fjárhagslegt tjón af kali á golf- og knattspyrnuvöllum hæglega hlaupið á tugum milljóna króna. Búnaður sá sem Friðrik hefur nú fundið upp og prófað kostar lítið í samanburði við það, en þunga vinnuvél eða vörubíl þarf til að aka um ísilagða vellina með þessum búnaði. Eftir verða göt í ísnum. Friðrik hefur samið við Vélsmiðjuna Héðinn um smíði búnaðarins, sem er til þess að gera einfaldur.

 

 

 

Knattspyrnuvöllurinn í Grundarfirði er undirlagður þykkum ís síðan í lok síðasta árs. Voru  Grundfirðingar því orðnir uggandi um kalskemmdir á vellinum ef ekki tækist að brjóta klakann. Höfðu meðal annarra verkstjóri Áhaldahússins í Grundarfirði og hafnarvörðurinn, ásamt verkvitsmönnum hjá Alm. umhverfisþjónustunni, legið yfir þessu vandamáli síðustu vikur. Friðrik Tryggvason þróaði í kjölfarið lausn sem við fyrstu tilraun lofar afar góðu og ákvað hann því að sækja um einkaleyfið. Búnaðurinn felst í gaddahjólum sem hægt er að setja á hjólagröfu eða þungan vörubíl á tvöldum dekkjum að aftan. Tækin þurfa helst að vera að 20 tonnum að þyngd. Ökutækinu er ekið yfir völlinn, gaddarnir stingast ofan í klakann og gera lítil göt sem hleypa súrefni niður að rotnandi grasinu. Ekki er annað að sjá en aðferð þessi virki ágætlega og getur fréttaritari Skessuhorns sem tók meðfylgjandi myndir vitnað um það.

 

Umsjónarmenn golf- og knattspyrnuvalla víða um land óttast skemmdir af klaka. Friðrik segir að bæði þeir og vélaútgerðarmenn sem þess óska geti haft samband við sig en áhersla verður lögð á það innan tíðar, eða strax eftir helgi, að útvega búnað þennan þeim sem panta hann.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is