Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. febrúar. 2014 09:01

Ferðaþjónustufólk á súpufundi

Af og til boðar Markaðsstofa Vesturlands aðila í ferðaþjónustu til upplýsinga- og umræðufunda um ýmis mál. Hafa fundirnir verið kallaðir súpufundir enda gjarnan haldnir um hádegisbil. Fyrsti fundur þessa árs var í Landnámssetrinu sl. föstudag og mættu um 40 fulltrúar ýmissa fyrirtækja í ferðaþjónustu á Vesturlandi. Aðal þema þessa fundar var kynning á ýmsu sem snertir markaðssetningu og sölu ferðaþjónustu. Meðal þeirra fyrirtækja sem kynntu starfsemi sína var Bókun, lítið hugbúnaðarfyrirtæki sem hefur sérhæft sig í miðlægu bókunarkerfi fyrir afþreyingu, gistingu og bílaleigur. Þá var sagt frá ITA, Iceland travel assistance, en það er fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem er endursöluaðili fyrir ferðaþjónustu, rekur svokallaða bókunarvél. ITA rekur einnig upplýsingamiðstöðina í Aðalstræti í verktöku fyrir Höfuðborgarstofu.  Þá voru athyglisverðar nýjungar í markaðssetningu á netinu kynntar og sitthvað fleira á dagskrá.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is