Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. febrúar. 2014 04:13

Vilja kanna fýsileika þess að Landbúnaðarháskólinn verði sjálfseignarstofnun

Bændasamtök Íslands vilja kanna til hlýtur möguleika þess að Landbúnaðarháskóli Íslands verðir gerður að sjálfseignarstofnun til að sjálfstæði hans verði tryggt til framtíðar. Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður BÍ segir vilja samtakanna að þau komi að rekstri skólans til að koma megi í veg fyrir að hann verði sameinaður Háskóla Íslands. Sigurgeir Sindri segir það skoðun stjórnar Bændasamtakanna að samruni við HÍ væri afleitur kostur. Sindri sagði í samtali við Skessuhorn að sjálfseignarformið myndi að líkindum tryggja sjálfstæði LbhÍ. Þá væri brýnt að LbhÍ fái heimild til að selja jarðir og aðrar eignir til að rétta fjármál sín af en eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er uppsafnað rekstrartap LbhÍ verulegt síðustu árin.

 

 

Sjálfseignarstofnanir eru jafnan stofnaðar til að vinna að framgangi ákveðins markmiðs og eru ekki skattlagðar. Nefna má sem dæmi að rekstrarform Háskólans á Bifröst er með þessum hætti. Eðli sjálfseignarstofnana er, eins og nafnið gefur til kynna, að þær eiga sig sjálfar en stjórn gætir hagsmuna þeirra. Undanfarnar vikur hefur starfshópur um málefni LBHÍ, sem sveitarfélagið Borgarbyggð setti á fót, verið að störfum. Þar hefur möguleg stofnun sjálfseignarstofnunar LbhÍ verið rædd og talin vænlegur kostur. Eiríkur Blöndal framkvæmdastjóri BÍ er fulltrúi í starfshópnum. Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður BÍ segir sjálfseignarformið ákveðna lausn sem vel megi skoða.

 

„Að koma á fót sjálfseignarstofnun er leið til þess að tryggja sjálfstæði skólans. Þetta gæti verndað innviði hans og komið í veg fyrir að námsleiðir glatist. „Ég tel sjálfseignarformið auk þess ágætt til að tryggja sjálfstæði og rekstrargrundvöll LbhÍ á Hvanneyri og er það vilji bænda. Við hjá Bændasamtökunum erum að skoða þetta og mögulega aðkomu okkar að slíkri sjálfseignastofnun,“ segir Sindri.

 

Samkvæmt heimildum Skessuhorns er gert ráð fyrir að Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra taki málefni LbhÍ til umræðu í ríkisstjórn í þessari viku. Af ýmsum sökum er það talið mjög mikilvægt að óvissu um framtíð og form Landbúnaðarháskólans verði eytt hið fyrsta og standa öll spjót á ráðherra að finna varanlega lausn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is