Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. febrúar. 2014 09:05

Enn ein stór sala búnaðar frá Skaganum og samstarfsaðilum

Skaginn hf. á Akranesi og Kælismiðjan Frost hafa undirritað samning við P/f Pelagos, nýtt útgerðarfélag í Færeyjum, um kaup Færeyinganna á nýju uppsjávarvinnslukerfi. Það fer til uppsetningar í Fuglafirði og á að verða tilbúið eftir rúmlega hálft ár frá undirritun samnings. Verkefni þetta mun skapa fjölmörg störf í fyrirtækjum á Akranesi sem og hjá ýmsum samstarfsaðilum Skagans og Kælismiðjunnar Frosts. Heildarverðmæti samningsins er rúmir þrír milljarðar króna.

 

 

 

Vinnslan í Fuglafirði verður við hlið Havsbrun, öflugrar fiskimjölsverksmiðju, en eigendur hennar eru aðilar að P/f Pelagos ásamt útvegsfyrirtækjunum Christian í Grótinum og Framherji í Færeyjum. Samkvæmt áætlun Færeyinganna mun vinnsla hefjast í Fuglafirði strax í ágúst á þessu ári og miðast afköstin fyrst í stað við 600 tonn á sólarhring. Þá er stefnt að auka afköstin í 1000 tonn síðar. Í tilkynningu frá Skaganum og Kælismiðjunni Frost segir að ýmsar nýjungar muni birtast í þessari nýju verksmiðju í Fuglafirði sem auka munu afköst og gæði vinnslunnar. Kælismiðjan Frost annast alla uppbyggingu á frystikerfi verksmiðjunnar en systurfyrirtækin Skaginn hf. og Þorgeir & Ellert hf. á Akranesi munu leiða vinnu við byggingu verksmiðjunnar ásamt Kælismiðjunni Frost og 3X Technology á Ísafirði. Í síðasttalda fyrirtækinu keypti einmitt IÁ hönnun, fyrirtæki Ingólfs Árnasonar framkvæmdastjóra Skagans, 80% hlut í í síðustu viku. Færeyingar munu síðan sjá um uppbyggingu húsnæðisins í samræmi við innri hönnun Skagans hf.

 

Stærsta ár fyritækjanna til þessa

Verksmiðjan í Fuglafirði verður byggð upp á svipaðan hátt og verksmiðja sem sömu aðilar seldu færeyska fyrirtækinu Varðinn Pelagic á Tvøroyri árið 2012. Verksmiðjan í Tvøroyri tók á móti um 100 þúsund tonnum af hráefni á fyrsta heila rekstrarári sínu. Auk þessara tveggja stóru samninga í Færeyjum er stutt síðan Skaginn hf. samdi við Skinney-Þinganes á Höfn um smíði vinnslulínu í nýja uppsjávarvinnslu með 800 tonna afkastagetu á sólarhring. Hana á að afhenda 1. júní á þessu ári.

„Það stefnir allt í að árið 2014 verði það umsvifamesta í sögu Skagans hf. og Þorgeirs & Ellerts hf. og lok uppbyggingar á nýju 1800 fermetra húsnæði fyrir starfsemina á Akranesi gat því varla komið á betri tíma,“ segir Ingólfur Árnason framkvæmdastjóri Skagans og Þ&E í fréttatilkynningu vegna nýjasta samningsins. Ingólfur segir að lykillinn að þessu öllu saman liggi í metnaðarfullu starfsfólki sem fyrirtækin hafi.

 

Margir samstarfsaðilar

Um 20 fyrirtæki víðs vegar af landinu koma að uppbyggingu verksmiðjunnar í Fuglafirði enda stórt verkefni sem ljúka þarf á skömmum tíma. Auk fyrrnefndra fyrirtækja koma að verkinu fleiri fyrirtæki á Akranesi á borð við Blikkverk sf, Vélsmiðju Ólafs Guðjónssonar ehf., Straumnes rafverktakar ehf. og Blikksmiðja Guðmundar ehf. Önnur innlend fyrirtæki eru Marel hf., Style technology ehf., Samhentir- kassagerð ehf., Jötunstál ehf., Rafeyri ehf., Stýrivélaþjónustan ehf., Benni Blikk ehf., Blikkrás ehf., Útrás ehf., HG verktaki ehf., Frystitækni ehf. og Slippurinn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is