Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. febrúar. 2014 11:05

Leit frestað - ákvörðun tekin á morgun um framhaldið

Víðtæk leit að bát sem staðið hefur yfir frá því í dag á Faxaflóa hefur ekki borið árangur. Ákveðið hefur verið að fresta frekari leit að sinni og verður staðan endurmetin í fyrramálið. Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar heyrðu kl. 14:54 aðstoðarbeiðni á rás 16 sem er neyðar og uppkallsrás skipa og báta.

„Okkur vantar aðstoð – við erum úti við Faxaflóa – Yfir - Báturinn er farinn að leka mikið og við erum að fara í flotgallana“. Skilaboðin voru 20 sekúndur að lengd og ítrekaðar tilraunir varðstjóra Landhelgisgæslunnar við að ná sambandi við bátinn að nýju báru ekki árangur. Samstundis var hafin víðtæk leit en skilaboðin heyrðust einnig í harðbotna björgunarbát Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Akranesi.

Þyrlur Landhelgisgæslunnar voru þá kallaðar út auk kafara og björgunarskipa Landsbjargar. Finnskar björgunarþyrlur sem taka þátt í æfingunni Iceland Air Meet 2014 voru einnig við leit og Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð. Allt að tvö hundruð manns tóku þátt.

 

Reiknað var út leitarsvæði miðað við senda á Bláfjöllum og Fróðárheiði. Var með þeim hætti hægt að minnka leitarsvæðið sem náði allt frá Malarrifi að Garðskaga. Landhelgisgæslan og Slysavarnarfélagið Landsbjörg leituðu ítarlega á austanverðum Faxaflóa meðan finnskar björgunarþyrlur leituðu á norðan og vestanverðum Faxaflóa en einnig var Björg, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Rifi þar við leit. Engin tilkynning hefur borist frá sjálfvirku tilkynningaskyldunni eða neyðarsendum og ekki hafa sést neyðarblys á lofti. Ekki hefur verið samband vegna báta sem er saknað.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is