Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. febrúar. 2014 10:01

Snæfellskonur komnar í úrslit i bikarkeppninni

Það fór ekki svo að undanúrslistaleikurinn í Powerade bikarkeppni kvenna milli Snæfells og KR yrði hörkuspennandi, en þessi lið hafa háð jafnar viðureignir í deildinni í vetur. Snæfell var mun sterkara liðið þegar KR-ingar mættu í Hólminn sl. laugardag og sigruðu heimastúlkur með yfirburðum; 88:61. Snæfellskonur eru þar með komnar í úrslitaleikinn sem fram fer í Laugardalshöllinni laugardaginn 22. febrúar. Andstæðingar þeirra þar verða Haukastúlkur sem lögð Keflavík í hinum undanúrslitaleiknum.

 

 

 

Leikurinn byrjaði af krafti og komst Snæfell í 13:4. Staðan eftir fyrsta hluta var 22:12 fyrir Snæfell. Leikurinn jafnaðist heldur í öðrum hluta og einungis munaði sjö stigum á liðunum í hálfleik, en þá var staðan 41:34 fyrir Snæfell. Í þriðja leikhlutanum var stöðugleikinn hjá heimastúlkum betri og þær bættu við forskotið. Staðan var orðin 64:49 fyrir lokakaflann. KR stúlkur voru ekki á því að gefast upp en náðu samt ekki að vinna upp þennan mun og urðu að lokum að játa sig sigraða með talsverðum mun. Lokatölur eins og áður sagði, 88:61 fyrir Snæfell sem bætti í á síðustu mínútunum.

 

Hjá Snæfelli var Chynna Brown atkvæðamest með 27 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir kom næst með 15 stig og 11 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 12 stig og 7 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 11 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 10 stig, 8 fráköst, 5 stoðsendingar og 6 stolna bolta, Eva Margrét Kristjánsdóttir 10 stig og Rebekka Rán Karlsdóttir 3. Hjá KR var Bergþóra Holton stigahæst með 18 stig.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is