Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. febrúar. 2014 11:01

Aðfluttir fleiri en brottfluttir í fyrsta sinn frá 2008

Árið 2013 fluttust 1.598 fleiri til landsins en frá því. Í samantekt Hagstofunnar kemur fram að þetta sé í fyrsta sinn frá hrunárinu 2008 að flutningsjöfnuður er jákvæður. Á tímabilinu 2009-2012 fluttust samtals 8.692 fleiri frá landinu en til þess. Á árinu 2013 fluttust 7.071 til landsins en 5.957 á árinu 2012. Íslenskir ríkisborgarar voru 877 fleiri en erlendir í hópi brottfluttra, eða 3.175 á móti 2.298. Íslenskir ríkisborgarar voru aftur á móti færri meðal aðfluttra en erlendir, 3.139 á móti 3.932. Alls fluttust því 36 íslenskir ríkisborgarar úr landi umfram aðflutta, en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 1.634 fleiri en brottfluttir.

 

 

 

 

Noregur tekur við flestum

Árið 2013 fluttust 2.247 íslenskir ríkisborgarar til Noregs, Danmerkur eða Svíþjóðar af 3.175. Flestir fluttust til Noregs, eða 996. Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar voru einnig frá þessum löndum eða 2.224 af 3.139, flestir þó frá Danmörku eða 1.006. Á sama tíma fluttust flestir erlendir ríkisborgarar til Póllands, eða 526 af 2.298. Þaðan komu líka 1.311 erlendir ríkisborgarar. Þetta flutningsmynstur hefur haldist óbreytt frá því 2009, nema hvað Noregur hefur orðið hlutfallslega vinsælli meðal íslenskra ríkisborgara og dregið hefur úr vægi Póllands sem helsta áfangastaðar erlendra ríkisborgara.

 

Flutningum innanlands fjölgar

Fjöldi innanlandsflutninga náði hámarki á árinu 2007 en þá voru tilkynntir flutningar 58.186 einstaklinga. Eftir það fækkaði innanlandsflutningum jafnt og þétt og náðu þeir lágmarki sínu árið 2010 þegar 46.535 einstaklingar skiptu um lögheimili. Árið 2011 varð aftur á móti fjölgun í fyrsta sinn frá árinu 2007 en þá mældust innanlandsflutningar 49.398. Þeim fækkaði lítillega 2012 en þá voru þeir 48.893. Árið 2013 voru þeir 50.661 sem er fjölgun um 505 milli ára. Flestir þeirra voru innan sveitarfélags eða 31.606. Alls fluttust 10.355 einstaklingar milli sveitarfélaga innan sama landsvæðis árið 2013 en 8.700 fluttust frá einu landsvæði til annars.

Þegar aðeins er litið á innanlandsflutninga lá straumurinn frá öllum landsvæðum nema Suðurlandi til höfuðborgarsvæðisins á árinu 2013. Til höfuðborgarsvæðisins fluttust 409 umfram brottflutta frá landsvæðunum átta. Flutningsjöfnuður landshluta vegna innanlandsflutninga var aftur á móti óhagstæðastur á Vestfjörðum, Norðurlandi eystra og Austurlandi. 19 fleiri fluttu frá Vesturlandi í fyrra en fluttu í landshlutann.

 

Loks má í tölum Hagstofunnar sjá að 19 fleiri fluttust frá Vesturlandi en í landshlutann árið 2013. Fleiri fluttust á Suðurland, Suðurnes og Austurland á árinu en þeir sem fluttu þangað.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is