Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. febrúar. 2014 08:01

Innanríkisráðherra fundar með sveitarstjórnum

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra mun næstu tvær vikurnar heimsækja alla landshluta og halda fundi með fulltrúum sveitarstjórna til að kynna fyrirhugaðar breytingar á skipan umdæma sýslumanna og lögreglustjóra. Lagafrumvörp þessa efnis eru nú til umfjöllunar á Alþingi. Fyrsti fundurinn var haldinn á Hvolsvelli á mánudaginn en ekki hefur verið tilkynnt um tímasetningar eða stað fyrir aðra fundi.

Rétt fyrir jól mælti Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrir tveimur frumvörpum sem gera annars vegar ráð fyrir fækkun og stækkun á umdæmum sýslumanna og hins vegar lögreglustjóra. Samkvæmt lögunum verður sýslumannsembættum fækkað úr 24 í níu. Þannig verða fjögur sýslumannsembætti á Vesturlandi sameinuð í eitt. Tilgangurinn með stærri rekstrareiningum sýslumannsembætta er að auka og efla þjónustu ríkisins í héraði og skapa aukin tækifæri til að færa ný verkefni til sýslumanna. Með breytingum á umdæmum lögreglustjóra á að auka samhæfingu og samstarf innan lögreglunnar um land allt, standa vörð um grunnþjónustu lögreglunnar, efla stjórnun innan lögreglu og gera lögreglustjórum kleift að sinna alfarið lögreglustjórn. Embættum lögreglustjóra fækkar þannig úr 15 í átta. Gert er ráð fyrir að þessar breytingar taki gildi um næstu áramót.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is