Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. febrúar. 2014 05:17

Ályktun samstöðufundar kennara í FVA um kjaramál

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi kennara við FVA í dag:

„Félagsmenn í FF og FS í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi lýsa yfir þungum áhyggjum af stöðu mála, nú þegar kjarasamningur FF og FS og ríkisins er úr gildi. Undanfarin ár hafa framhaldsskólakennarar og stjórnendur í framhaldsskólum dregist gífurlega aftur úr samanburðarstéttum í launum og nú er svo komið að munurinn á dagvinnulaunum er orðinn 17%. Enginn vilji er hjá stórnvöldum til að eyða þeim mun þrátt fyrir að aðilar séu sammála um að hann sé staðreynd líkt og tíundað er í skýrslu allra aðila á vinnumarkaði sem gefin var út síðastliðið haust. Félagsmenn krefjast þess að í samningaferlinu sé launaleiðrétting okkar algjört forgangsmál.

Til viðbótar launasamdrættinum hefur stöðugur niðurskurður ríkt í skólum frá því löngu fyrir hrun. Hér í Fjölbrautaskóla Vesturlands hefur niðurskurður á fjárframlögum til skólans haft mikil neikvæð áhrif.  Frá árinu 2008 hefur stöðugildum við skólann fækkað um rúm 30%. Gæðum skólastarfsins fer sífellt aftur; hópar orðnir allt of fjölmennir, námsframboð takmarkað og mikið álag á kennurum. Allt bitnar þetta því miður að lokum á nemendum og námi þeirra.“

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is