Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. febrúar. 2014 11:01

„Við sjáum mörg tækifæri í kortunum”

Ný vinnustofa skapandi greina verður bráðlega opnuð í kjallara gamla skólastjórabústaðarins á Hvanneyri í Borgarfirði. Þar var bókasafn Bændaskólans síðast til húsa. Að opnun vinnustofunnar standa þær Kristín Jónsdóttir ljósmyndari og Rósa Björk grafískur hönnuður og vöruhönnuður. Báðar hafa getið sér gott orð í sínu fagi á undanförnum árum og unnið að mörgum verkefnum fyrir fólk og fyrirtæki sem finna má víða um land og heim. Blaðamaður Skessuhorns heimsótti Kristínu og Rósu Björk í nýju aðstöðuna á Hvanneyri sem þær kalla Bókasafnið og ræddi við þær um vinnustofuna, möguleika hennar og skapandi greinar í heimabyggð.

„Við hittumst fyrst í desember,” segja þær nánast samstundis og hlægja um leið eftir að blaðamaður spyr hvort hugmyndin að Bókasafninu eigi sér langan aðdraganda. „Við hittumst í boði hér á Hvanneyri í desember og vorum þar kynntar hvor fyrir annarri,” heldur Rósa Björk áfram. ,,Ég vissi reyndar hver Kristín var og hafði séð af og til flottu ljósmyndirnar hennar á Facebook. Ég var þá nýflutt aftur heim á Hvanneyri.”

 

Lesa má viðtal við þær Rósu Björk og Kristínu Jónsdóttur í vinnustofunni í Gamla bókasafninu í nýjasta tölublaði Skessuhorns.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is