Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. febrúar. 2014 01:01

Byrjaði allt með laginu „Sexí bomba“

„Borgarnes er happíness, engar áhyggjur, ekkert stress. Skallagrímur er alltaf fress, enda eru þeir frá happíness.“ Svo syngur Magnús Valdimarsson betur þekktur sem Maggi Mix í lagi sínu ,,Borgarnes er happíness.” Lagið sendi hann frá sér fyrir tæpum tveimur árum. Maggi var þá nýfluttur í Borgarnes og nýbúinn að kynnast Skallagrímsliðinu í körfubolta sem hann tileinkaði lagið. Fyrir þá sem ekki þekkja til Magga Mix þá er hann ein skjærasta netstjarna Íslendinga. Frá 2009 hefur hann verið iðinn við að senda frá sér efni úr eigin smiðju á borð við tónlistarmyndbönd og matreiðsluþætti á myndbandavefnum YouTube. Myndböndin hafa notið sívaxandi vinsælda og mælist heildaráhorf þeirra nú yfir 600 þúsund. Því hafa fjölmargir Íslendingar fræðst og skemmt sér við að horfa á myndbönd Magga mix aftur og aftur. Boðskapur Magga er ekki flókinn. Markmið hans er að vera hress, kátur og jákvæður stuðbolti og þannig minna fólk á að gleyma ekki að njóta lífsins í hinu daglega amstri.

„Sexí bomba“

„Þetta byrjaði raunar allt þegar ég setti saman lagið „Sexí bomba” þegar ég var 16 ára,“ segir Maggi Mix við upphaf spjalls. „Ég er fæddur árið 1985 þannig að þetta var 2001. Þá var ekkert Facebook og ekkert YouTube. Ég söng „Sexí bomba” á einni skemmtun í Kópavogi, þaðan sem ég er frá. Einhver í salnum tók upp lagið og setti það á netið. Myndbandinu var deilt víða á netinu í gegnum tölvupósta og tenglasíður. Þannig fékk lagið góða útbreiðslu.“

 

Lesa má viðtal við stuðboltann Magga Mix í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út í dag. Maggi, sem hefur verið með annan fótinn í Borgarnesi síðustu misseri, segir þar m.a. frá frægð sinni og frama í netheimum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is