Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. febrúar. 2014 03:15

Samanburður á æfingagjöldum gefur ranga mynd

Haraldur Ingólfsson, framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA, segir i samtali við Skessuhorn að samanburður á verðskrám knattspyrnufélaga vegna æfingagjalda, sem viðhafður er í nýbirtri könnun ASÍ, gefi kolranga mynd af því hvað foreldrar á Akranesi þurfi að greiða vegna iðkunar barna sinna. Af æfingagjöldum allra yngri flokka hjá ÍA sé veittur 20 þúsund króna afsláttur frá verðskrá taki foreldrar þátt í framkvæmd Norðurálsmótsins í knattspyrnu sem er aðal fjáröflun félagsins. Um 95% foreldra nýti sér það og því eru einungis 5% foreldar að borga æfingagjöld samkvæmt verðskrá. Haraldur segir að fyrirkomulaginu með þetta afsláttarkerfi hafi verið komið á fyrir þremur árum þegar erfitt var orðið að manna vaktir vegna Norðurálsmótsins. Þá er í verðkönnun ASÍ ekki tekið tillit til 12 þúsund króna lækkunar æfingagjalda taki foreldrar barna að sér að selja salernispappír þrisvar á ári. Ekki er heldur tekið tillit til tómstundaframlags Akraneskaupstaðar sem er 25.000 krónur á ári. Könnun ASÍ er því í besta falli röng.

 

 

 

Í dag var birt niðurstaða könnunar á æfingagjöldum 16 knattspyrnufélaga sem verðlagseftirlit ASÍ tók saman og birt var í einhverjum fjölmiðlum, t.d. á vefnum mbl.is. Skoðuð var gjaldskrá hjá 4. og 6. flokki íþróttafélaganna. Til að verðlagseftirlitið gæti borið gjaldskrá félaganna saman var fundið út mánaðargjald fyrir vorönn, þar sem félögin hafa ekki samræmda uppsetningu á gjaldskrá fyrir eitt ár í senn, sum eru með árgjald, önnur annargjöld og jafnvel er búið að setja sölu á varningi eða vinnu við mót inn í gjaldskrána. Verðlagseftirlitið bar saman gjaldskrá fyrir 4. flokk, eða 12 og 13 ára börn. Samkvæmt samanburðinum taldi ASÍ dýrast að æfa knattspyrnu hjá ÍA en þar kostar mánuðurinn 7.333 kr. eða 36.667 kr. fyrir fimm mánuði á vorönn. Ódýrast er að æfa hjá KA en þar kostar mánuðurinn 4.667 kr. eða 23.333 kr. vorönnin. Verðmunurinn er 57% eða 13.333 kr. Verðlagseftirlitið bar einnig saman gjaldskrá fyrir 6. flokk eða 8 og 9 ára börn. Dýrast er að æfa hjá ÍA en þar kostar mánuðurinn 6.667 kr. eða 33.333 kr. fyrir fimm mánuði á vorönn. Ódýrast er að æfa hjá KA en þar kostar mánuðurinn 3.778 kr. eða 18.889 kr. vorönnin. Verðmunurinn er 76% eða 14.444 kr. Í skýringu með könnuninni segir verðlagseftirlit ASÍ taki ekki tillit til fjáraflana sem íþróttafélögin standi fyrir og/eða styrkja frá sveitarfélögunum, hvorki æfingagallar, né keppnisgjöld séu með í gjaldinu sem borið er saman. Þá hefur nú komið í ljós að ASÍ tók heldur ekki tillit til vinnuframlags foreldra barna í ÍA, líkt og fram kemur í upphafi fréttarinnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is