Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. febrúar. 2014 02:01

Bryggja byggð í Hvalfirði

Sumarið 1966, fyrir nálega 48 árum síðan, hófust miklar framkvæmdir við Miðsand í Hvalfirði. Smíða átti mikla bryggju sem dæla mátti um olíu í og úr skipum sem legðust þar að. Í landi voru settir upp fjórir nýir olíugeymar sem rúmuðu hver um sig 13 þúsund tonn. Einnig voru settar upp dælustöðvar og reist rafstöðvarhús. Þetta voru með stærstu framkvæmdum þess tíma á Íslandi. Nýlega komu í leitirnar ljósmyndir sem voru teknar af framkvæmdum við byggingu olíubryggjunnar sumrin 1966 og 1967. Þær voru teknar af Brynjólfi Brynjólfssyni starfsmanni Íslenskra aðalverktaka. Myndirnar eru nú í fórum Markúsar Karls Valssonar ljósmyndara sem er búsettur í Garði.  

Þær birtast í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út í dag með góðfúslegu leyfi hans. Þær hafa að best er vitað ekki birst opinberlega fyrr, en segja margt um merkan áfanga í atvinnusögu landsmanna.

 

Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í dag. Þar gefur að líta úrval mynda frá þessum sögulegu framkvæmdum í Hvalfirði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is