Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. febrúar. 2014 10:19

Upplifir nýja reglugerð sem hreina eignaupptöku

„Þetta er bara eignaupptaka. Við getum ekki gert út á þetta, eigum ekki fyrir hafnargjöldum eða neinu ef þetta á að vera svona. Það kostar fé að hefja veiðar, það þarf að borga leyfi og annað. Verði veiðarnar með þeim hætti sem reglugerðin nú kveður á um verða ekki eftir neinir peningar til að gefa tekjur og borga laun. Grásleppubátar hafa nú verið að skila ansi miklu í hafnargjöld til dæmis hér í Stykkishólmi. Þegar mest hafa þetta verið um 25 bátar til dæmis þegar afkoman var hvað best á veiðunum fyrir þremur árum síðan. Síðan hefur grundvellinum verið kippt undan útgerðinni, einkum fyrir þessar reglugerðir sem stjórnvöld senda frá sér árlega,“ segir Þröstur Ingi Auðunsson útgerðarmaður í Stykkishólmi í samtali við Skessuhorn.

Þröstur á tvo grásleppubáta, Írisi SH og Írisi Ósk SH. Hann hefur gert þá út síðan 2005. Grásleppuveiðar hefur hann hins vegar stundað í 20 ár. Þessi þrautreyndi grásleppukarl er ómyrkur í máli um nýútgefna reglugerð stjórnvalda um hrognkelsaveiðar á þessu ári.

 

Nánar er rætt við Þröst Inga Auðunsson útgerðarmann í Stykkishólmi í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is