Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. febrúar. 2014 12:43

Töpuðu fyrir öflugum Njarðvíkingum

Skallagrímsmenn áttu við ramman reip að draga í gær í Dominos deildinni þegar þeir fengu sprækt lið Njarðvíkinga í heimsókn í Borgarnes. Heimamenn voru undir nánast allan leikinn og höfðu fá svör við öflugri vörn gestanna af Suðurnesjum. Um leið réði liðið illa við sóknarleik Njarðvíkinga þar sem þeir Elvar Friðriksson, Logi Gunnarsson og Tracy Smith jr. fóru mikinn. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 21:28 fyrir gestina og í hálfleik 42:56. Borgnesingar reyndu hvað þeir gátu til að saxa á muninn í þriðja leikhluta og náðu honum minnst niður í átta stig, 60:68, þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum. Njarðvíkingar brutu sókn þeirra hins vegar á bak aftur og leiddu að endingu með átján stigum eftir leikhlutann 62:80. Lokaleikhlutinn reyndist síðan formsatriði fyrir gestina því allur vindur var úr Skallagrímsmönnum. Mest fór forysta Njarðvíkinga í 24 stig. Borgnesingar náðu þó að laga stöðuna á síðustu mínútunum og urðu lokatölur 84:99.

 

 

Benjamin Curtis Smith var stigahæstur í liði Skallagrímsmanna í leiknum með 27 stig. Páll Axel Vilbergsson kom næstur með 22 stig og 12 fráköst og þá skoraði Grétar Ingi Erlendsson 16 stig. Egill Egilsson, Davíð Ásgeirsson og Trausti Eiríksson skoruðu 4 stig hver, Atli Aðalsteinsson skoraði 3 og þeir Orri Jónsson og Sigurður Þórarinsson 2 hvor. Segja má að þriggja stiga hittni liðsins hafi dregið verulega úr sigurlíkum þess í gær. Liðið var með 1/18 nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna og hafa Borgnesingar sjaldan upplifað jafn mikinn uppskerubrest á þeim slóðum körfuboltavallarins.

 

Borgnesingar sitja því sem fastast í 10. sæti Dominos deildarinnar með 8 stig. Næsti leikur liðsins er gegn Keflavík á útivelli og fer leikurinn fram næsta fimmtudag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is