Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. febrúar. 2014 03:18

Auglýsa eftir eiganda sebrafinku

Skessuhorni bárust í vikunni skilaboð frá nemendum í 2. bekk Grundaskóla á Akranesi. Í þeim kemur fram að óþekktur fugl hafi flogið inn um glugga á kennslustofu bekkjarins nýlega og komið hafi í ljós að þar var svokölluð sebrafinka á ferð. Gefum nemendum 2. bekkjar orðið:

„Nýlega þegar við vorum farin heim og kennarinn var að vinna í stofunni okkar heyrðist allt í einu skrítið og fallegt hljóð. Kennarinn heyrði hljóðið mjög nálægt sér og sá að það var fugl að fljúga í stofunni. Stundum settist fuglinn á hillu eða grein sem hangir í loftinu. Þetta var gæfur fugl. Svo kom annar kennari með búr og náði fuglinum. Næsta dag þegar við komum í skólann urðum við mjög hissa á að sjá fugl í búri í stofunni okkar. Við fengum að heyra alla söguna um hvernig hann kom fljúgandi inn um gluggann og við vorum mjög glöð að hafa hann. Okkur finnst hann sætur. Við teiknuðum mynd af fuglinum og skrifuðum sögu um hann. Við sáum í tölvunni að hann heitir Sebrafinka og lifir villtur í heitum löndum. Við sáum á litnum að þetta er karlfugl.

Við vitum að einhver á þennan fugl og saknar hans sennilega mikið. Hann hlýtur að hafa sloppið úr búrinu sínu og út um gluggann heima hjá sér. Ef eigandi fuglsins les þessa frétt má hann koma til okkar í 2.bekk í Grundaskóla og sækja fuglinn sinn.

Bestu kveðjur frá krökkunum í 2.bekk í Grundaskóla.“

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is