Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. febrúar. 2014 01:32

Sannfærandi sigur Þórsara á Skaganum

Skagamenn tóku á föstudaginn á móti Þór frá Akureyri í 1. deildinni í körfuboltanum. Fyrri leikur liðanna á Akureyri var jafn og spennandi og fór á endanum þannig að norðanmenn fóru með 2ja stiga sigur. Allt útlit var fyrir að samskonar leikur færi fram á föstudaginn. Jafnt var á nánast öllum tölum í fyrsta leikhluta en staðan að honum loknum var 23:24 fyrir Þór.  Annar leikhluti hófst á sömu nótum en Þórsarar voru alltaf skrefi á undan og um miðbik fjórðungsins höfðu þeir náð tíu stiga forystu.  Skagamenn neituðu þó að hleypa gestunum of langt frá sér og komu til baka. Þegar hálfleiksflautan gall var munurinn 4 stig, 43 – 47 fyrir Þór en bæði lið höfðu tekið 20 fráköst hvort í hálfleiknum.

 

 

Þriðji fjóðungur fór vel af stað hjá Þórsurum. Elías Kristjánsson setti niður þrjá þrista í röð og fljótlega var munurinn aftur orðinn tíu stig Þórsurum í vil en enn og aftur neituðu leikmenn ÍA að gefast upp og minkuðu muninn í fjögur stig áður en gestirnir gáfu aftur í og voru með góða 11 stiga forystu að loknum þriðja leikhluta, 65 – 76. Loka leikhlutinn var svo eign Þórsara og náðu þeir mest 22ja stiga forystu en þegar loka flautan gall var þægilegur 19 stiga sigur þorparanna frá Akureyri staðreynd; 84 – 103.

Stigahæstur í liði ÍA var Zachary Jamarco Warren með meðaltalið sitt, 38 stig, en hann tók að auki 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hjá gestunum átti Elías Kristjánsson frábæran leik en hann setti niður 32 stig, þar af 5 þriggja stiga körfur, auk þess að taka 7 fráköst.

Með tapinu duttu Skagmenn niður í 8. sæti deildarinnar en FSu, Breiðablik, Hamar og ÍA eru öll með 12 stig í 5. – 8. sæti þannig að það er ljóst að mikil og hörð barátta er framundan um sæti í úrslitakeppninni í mars. Þórsarar styrktu hins vegar stöðu sína í 2. sæti deildarinnar og minnkuðu forskot Tindastóls niður í 4 stig, en Stólarnir töpuðu á föstudaginn sínum fyrsta deildarleik á tímabilinu. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is