Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. febrúar. 2014 09:01

Boða breytingar á sorphirðu í Borgarbyggð

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur ákveðið að breyta skipulagi sorphirðu í sveitarfélaginu í samræmi við tillögur starfshóps frá því í mars á síðasta ári. Stefnt er á að sorphirða í þéttbýli og dreifbýli verði eftir breytingarnar með sambærilegum hætti. Á heimasíðu sveitarfélagsins segir að breytingarnar verði í grófum dráttum þær að öll heimili í dreifbýli fái tunnu fyrir almennan úrgang í júní á þessu ári. Úrgangur úr henni verður hirtur á tveggja til þriggja vikna fresti. Á sama tíma fá heimili í dreifbýli einnig kar fyrir endurvinnanlegt sorp sem síðan verða losuð annan hvern mánuð. Þá verða flokkunarstöðvar settar upp á sumarbústaðasvæðum þar sem verða kör fyrir almennan- og endurvinnanlegan úrgang. Samhliða þessum breytingum verða grenndarstöðvarnar í sveitarfélaginu lagðar niður og fjarlægðar í júlí á þessu ári. Loks er liður í breytingunum að opnunartími móttökustöðvarinnar við Sólbakka í Borgarnesi verður lengdur frá miðju ári.

 

 

Þá segir í frétt Borgarbyggðar að mönnuðum, lokuðum móttökustöðvum verði fjölgað í áföngum en ekki verði þó hafist handa við þær breytingar á þessu ári. Í tengslum við endurnýjun starfsleyfis fyrir Bjarnhóla, sem er urðunarstaður sveitarfélagsins fyrir óvirkan úrgang, verður svæðinu lokað með girðingu og eftirlit með losun eflt. Þá segir að það liggi á að innleiða hirðu á jarðgeranlegum úrgangi en einhver bið verður á að hafist verði handa við það.

 

„Við þessar breytingar verður sorphirða í þéttbýli og dreifbýli með sambærilegum hætti. Í dreifbýli verður þessu til viðbótar haldið áfram að ná í rúlluplast heim að bæjum á hverju ári. Jafnframt verður íbúum reglulega boðið að taka þátt í umhverfisátaki þar sem losa sig má við timbur og járn eins og verið hefur. Í sveitarfélaginu eru tæplega 1200 heimili í þéttbýli,  tæplega 500 heimili í dreifbýli og tæplega 1300 sumarhús. Gert er ráð fyrir 40 flokkunarstöðvum á sumarhúsasvæðum og tveimur nýjum móttökustöðvum til viðbótar við þá sem er í Borgarnesi.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is