Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. febrúar. 2014 02:17

Stórmeistarajafntefli hjá borgfirskum briddsurum

Í gærkveldi spiluðu félagar í Briddsfélagi Borgarfjarðar 7. og 8. umferð aðalsveitakeppni félagsins. Alls verða spilaðar 10 umferðir svo spennan er tekin að vaxa.  Til að auka enn frekar á spennuna mætti farandgripur félagsins á svæðið, gljáfægður, eftir ársdvöl í Kolbeinsstaðarhreppnum. Dóra Axelsdóttir hefur leitt keppnina lengst af en Arasynir þó aldrei verið langt undan. Í seinni leik kvöldsins mættust nefndar sveitir og „varð fjandinn laus.“ Hart var barist en niðurstaðan stórmeistarajafntefli, sem dugði Arasonum í efsta sætið, dyggilega studdum af bændaforystunni.  Arasynir (Guðmundur, Unnsteinn, Sindri og Egill) hafa 111,31 stig, Dóra ásamt Rúnari, Heiðari, Önnu Heiðu og Loga hafa 107,48 stig og þriðju eru Skagamennirnir Einar, Sigurgeir, Magnús, Leó og Sölvi með 94,40 stig.

Um næstu helgi verður Vesturlandsmót í sveitakeppni á Hótel Hamri. Fjórar efstu sveitirnar tryggja sér rétt til keppni á Íslandsmóti síðar í vetur. Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig en það er gert hjá Ingimundi í síma 861-5171. Spilað verður bæði laugardag og sunnudag, ca 60 spil hvorn dag og hefst spilamennska klukkan 10:00 báða dagana.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is