Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. febrúar. 2014 06:01

Leiðrétt: Bílasalan Geisli hættir starfsemi á Fitjum

Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum síðastliðinn fimmtudag að ganga til samninga við Bílasöluna Geisla ehf. á Fitjum 2 í Borgarnesi um skil á lóð bílasölunnar. Fitjar 2 eru við gatnamót Snæfellsnesvegar og Þjóðvegar 1 fyrir ofan Borgarnes, en þar hefur Geisli verið með starfsemi í tæp 15 ár. Að sögn Páls S. Brynjarssonar sveitarstjóra er gert ráð fyrir að skil á lóðinni fari fram um miðjan mars. Skilin kosta sveitarfélagið 14,6 milljónir króna þar sem það mun greiða fyrir malarfyllingu sem lögð var á lóðinni á kostnað fráfarandi lóðarhafa þegar hann fékk henni úthlutað árið 1999. Verðmat malarfyllingarinnar var nýverið unnið af verkfræðistofunni Verkís samkvæmt ákvæðum samnings sem sveitarfélagið gerði við Geisla þegar fyrirtækið fékk lóðina afhenta. Páll sagði ennfremur að ekki væri búið að taka ákvörðun um hvernig malarfyllingin yrði nýtt í framtíðinni eða hvort að frekari lóðir yrðu skipulagðar á Fitjum á næstunni.

 

 

 

Meginstarfsemi Geisla, eða Bíla- og vélasölunnar eins og hún er jafnan kölluð, hefur verið að selja bíla og vinnutæki af ýmsum gerðum. Einnig hefur hún sinnt verðmati á eignum fyrir þrotabú, tryggingafélög og kaupleigur. Eigendur Geisla eru feðgarnir Arilíus Sigurðsson og Dagbjartur Arilíusson. Að sögn Dagbjartar eru ástæður lóðaskilanna breytt rekstrarumhverfi. Hann segir framhald Bíla- og vélasölunnar enn óráðið en það komi í ljós á næstunni hvort framhald verði á starfseminni. „Við stefnum á að verða búnir að hreinsa af lóðinni og skila henni af okkur núna strax í vor. Við viljum síðan nota tækifærið og þakka öllum viðskiptavinum og velunnurum fyrir okkur á þeim árum sem við höfum verið starfandi hér,“ sagði Dagbjartur í samtali við Skessuhorn.

 

Leiðrétt: Sagt var frá því í fréttinni í morgun að Geisli væri að hætta starfsemi í Borgarnesi vegna lóðaskilanna. Það reyndist rangt. Arilíus Sigurðsson, annar eigandi Geisla, kom því á framfæri að Geisli væri einungis að hætta starfsemi á Fitjum 2, ekki í bænum. Eftir eigi hins vegar að finna nýja lóð undir starfsemi Geisla.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is