Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. febrúar. 2014 09:35

Stúlkur úr Grundarfirði sigruðu Samfés Vesturlands

Vesturlandskeppni Samfés fór fram 30. janúar sl. í Tónbergi á Akranesi að viðstöddu fjölmenni. Keppnin þótti hin glæsilegasta og margir frambærilegir flytjendur stigu á stokk. Alls voru flutt tíu lög, öll með íslenskum texta. Lögin voru ýmist frumsamin, íslensk eða þýdd yfir á íslensku. Eftir að keppendur höfðu flutt sín lög kom hljómsveitin Lumineers frá Akranesi fram. Þá söng Ari Jónsson lag og Hallur Flosason en hann átti einnig sæti í dómnefnd ásamt Rakel Pálsdóttur og Helgu Ingibjörgu Guðjónsdóttur. Úrslit í keppninni urðu þau að atriði frá félagsmiðstöðinni Eden í Grundarfirði bar sigur úr býtum. Það var flutt af Amelíu Rún Gunnlaugsdóttur, Kristbjörgu Ástu Viðarsdóttur og Söndru Ósk Jónsdóttur, sem eru nemendur í 9. og 10. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar. Þær sungu lagið „Komin yfir þig“ eftir Ellu Yelich O‘Connor og Joel Little en lagið heitir Royals á frummálinu, flutt af Lorde. Björg Ágústsdóttir samdi íslenska textann. Amelía, Kristbjörg og Sandra verða því fulltrúar Vesturlands í Söngkeppni Samfés sem fram fer í Laugardalshöllinni í mars.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is