Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. febrúar. 2014 09:54

Óljóst hvar Geisli verður með starfsemi í Borgarnesi

Eins og stóð í frétt hér á vefnum í morgun var ranglega staðhæft að starfsemi Bílasölunnar Geisla væri að hætta í Borgarnesi. Hið rétta er að starfsemi Geisla er einungis að hætta á lóðinni Fitjum 2, sem er við gatnamót Snæfellsnesvegar og Þjóðvegar 1. Lóðina hefur Geisli haft á leigu síðustu 15 ár. Óljóst er hins vegar á þessu stigi hvar Geisli verður með starfsemi í bænum eftir að verunni á Fitjum 2 lýkur. Þessu vildi Arilíus Sigurðsson, annar eigandi Geisla, koma á framfæri við Skessuhorn í morgun. Arilíus er beðinn velvirðingar á þessum misskilningi, en frétt sama efnis er einnig að finna í prentútgáfu Skessuhorns sem kom út í morgun. Fréttin byggir hins vegar á skriflegu svari Dagbjarts Arilíussonar, meðeiganda Arilíusar til blaðsins. Á því mátti skilja að bílasalan væri að hætta rekstri í Borgarnesi. Skil lóðarinnar að Fitjum 2 koma til vegna samnings Geisla og Borgarbyggðar. Samningurinn var samþykktur á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í síðustu viku og mun Geisli samkvæmt honum skila lóðinni til sveitarfélagsins um miðjan næsta mánuð samkvæmt ummælum Páls S Brynjarssonar sveitarstjóra.

 

 

Í samtali við Skessuhorn í gær sagði Dagbjartur, annar eigandi Geisla, að ástæða lóðaskilanna væri breytt rekstrarumhverfi. Fljótlega yrði byrjað að hreinsa lóðina. „Við stefnum á að vera búnir að hreinsa af lóðinni [Fitjum 2] og skila henni af okkur núna strax í vor. Við viljum þakka öllum, viðskiptavinum og velunnurum, fyrir okkur, á þeim árum sem við höfum verið starfandi hér eða síðan 1999,“ sagði Dagbjartur orðrétt í skriflegu svari sínu til blaðsins vegna vinnslu fréttarinnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is