Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. febrúar. 2014 11:03

Unnið að sameiningu Símans og Skipta og þar með einnig Mílu og Skjámiðla

Verið er að gera miklar breytingar á rekstri félaganna Símans, Skipta og dótturfélaga þess og sameina rekstur undir nafni Símans hf. Einkahlutafélagið Míla og Skjámiðlar, sem áður voru í eigu Skipta, verða eftir sameininguna að fullu í eigu Símans hf., hins sameinaða félags. Fyrirtækið mun eftir samrunann skilgreina sig á sviði fjarskipta, upplýsingatækni og afþreyingar. Í raun er hér verið að sameina að nýju ýmsa starfsemi Símans sem splittað var upp á fyrri hluta síðasta áratugar um svipað leyti og ríkið seldi starfsemina og þar með talið grunnnet Símans haustið 2005. Samhliða þessum breytingum nú hefur verið tilkynnt að Skagamaðurinn Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, hætti hjá félaginu. Orri Hauksson forstjóri Skipta mun stýra hinu sameinaða félagi. Sameining Skipta hf. og Símans hf. er gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

 

 

Í tilkynningu frá Skipta er haft eftir Orra Haukssyni að með sameiningu náist fram hagræðing í rekstrinum. Stefnt sé að skráningu hlutabréfa sameinaðs félags í kauphöll á komandi misserum og henti því að breyta skipulagi fyrirtækjanna með þessum hætti áður. „Fjarskiptamarkaðurinn er í örri þróun og það er mikilvægt að fyrirtækin séu í stakk búin til að bregðast hratt við breytingum. Reksturinn verður nú einfaldaður til að geta betur mætt þörfum viðskiptavina á hagkvæman hátt,“ sagði Orri. Hann notaði jafnframt tækifærið og þakkaði Sævari Frey Þráinssyni fyrir framúrskarandi störf fyrir Símann. „Hann hefur leitt fyrirtækið í gegnum erfiða tíma og skilað rekstrarárangri sem lagði grunninn að fjárhagslegri endurskipulagningu Skipta á seinasta ári,“ sagði Orri. Sjálfur kveðst Sævar Freyr fráfarandi forstjóri vera stoltur af þeim árangri sem náðst hefur í rekstri Símans. „Það er nauðsynlegt að einfalda skipulag starfseminnar og aðlaga fyrirtækið að breyttum aðstæðum. Ég óska stjórnendum og starfsfólki alls góðs í þeim spennandi verkefnum sem framundan eru,“ er haft eftir Sævari í tilkynningu vegna samruna fyrirtækjanna.

„Með þessari breytingu næst fram aukin hagkvæmni í rekstrinum, tvíverknaði er eytt og stjórnendum er fækkað. Þá verða boðleiðir styttri og skýr rekstrarleg ábyrgð er nú á einum stað,“ segir stjórnarformaður Skipta í bréfi til starfsmanna. Við skipulagsbreytinguna verður sjálfstæði Mílu aukið sem rekstraraðila grunnfjarskiptakerfisins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is