Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. febrúar. 2014 09:01

Hættir eftir tuttugu ár í sveitarstjórn

Það er vetrarlegt og kyrrlátt um að litast þegar ekið er inn Svínadal í Hvalfjarðarsveit einn gráan mánudagsmorgun í febrúarbyrjun. Eyrarvatnið er ísilagt. Sólin baslar við að varpa geislum sínum úr austri yfir skammdegið sem er hægt og bítandi að hopa á þorranum. Við beygjum að veginum upp að bænum Kambshóli. Þegar ekið er að íbúðarhúsinu sprettur hundurinn á bænum úr leynum í vegkantinum. Hann hefur veitt bílnum vinalega fyrirsát og kemur hlaupandi fagnandi þegar stigið er út. Í húsi situr Hallfreður Vilhjálmsson bóndi og bíður blaðamanns. Við ætlum að taka spjall því brátt stendur hann á tímamótum. Hann ætlar að draga sig úr erli sveitarstjórnarmálanna eftir að hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir sína byggð í tvo áratugi. Við setjumst niður og fáum okkur kaffi. Úti á hlaði vappar hrafn og fylgist forvitinn með okkur inn um stóran stofugluggann með fallegu útsýni yfir Eyrarvatnið þar sem við sjáum til húsanna í Vatnaskógi handan vatnsins.

Löng reynsla í félagsmálum

Hallfreður segist vera búinn að sitja sem aðalmaður í sveitarstjórn í 20 ár. Þar af átta ár sem oddviti. „Þetta er orðin langur og reynslugefandi tími. Mér finnst bara kominn sú stund að ég dragi mig í hlé og fari að sinna öðru,“ svarar hann aðspurður hvers vegna hann ætli að hætta. Þrátt fyrir þetta ætlar Hallfreður ekki að hætta í félagsmálum. „Ég er stjórnarformaður Sláturfélags Suðurlands og búinn að vera þar í stjórn síðan 1999. Ég er líka í stjórn Veiðifélags Laxár í Leirársveit og formaður hennar í dag. Félagssvæðið nær alveg frá Draghálsi við mynni Grafardals út í vesturhluta Grunnafjarðar undir Akrafjalli. Ég sé ekki fyrir mér neinar stórkostlegar breytingar hjá mér þó ég láti af störfum í sveitarstjórn. Ég ætla að vera bóndi áfram samhliða þessu sem og fleiru.“

 

Lesa má viðtal við Hallfreð Vilhjálmsson bónda á Kambshóli í Svínadal og fráfarandi sveitarstjórnarmanns í Hvalfjarðarsveit í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is