Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. febrúar. 2014 03:01

Telur ytri skilyrði nú ýta undir frekari samþjöppun í sjávarútvegi

„Það er eins mikil einföldun og hugsast getur þegar menn fullyrða að afkoma sjávarútvegsfyrirtækja hafi ekkert að gera með upphæð veiðigjalda, heldur séu það markaðsaðstæður sem ráði. Áttum okkur  á því að veiðigjöld eins og þau eru útfærð í dag eru bara fastur kostnaður ofan á annan kostnað óháð afkomu. Hann hlýtur að skipta máli sama hvort ytra umhverfi er gott eða slæmt. Þegar hart er í ári verður ríkið að spyrja sig hvort það vilji skattleggja fyrirtækin í þannig ástandi með þeim afleiðingum að þau neyðist til að hætta starfsemi. Hið opinbera getur þá ekki bara sagt að þetta komi því ekki við því það er ríkisvaldið sem ákveður þennan skatt.“

Georg Andersen framkvæmdastjóri útgerðarinnar og fiskvinnslunnar Valafells í Ólafsvík hefur skýrar skoðanir á sjávarútveginum. Við hittum Georg til að heyra hvað hann hefur að segja um veiðigjöld, samþjöppun í sjávarútvegi og markaðsmál á íslenskum sjávarafurðum.

Veiðigjöld ættu að miðast við hreinan hagnað

„Ég er ekki á móti veiðigjöldum. Menn eiga að greiða fyrir að nota sjávarauðlindina, rétt eins og aðrir eiga að greiða fyrir notkun á öðrum auðlindum landsins. Ég er hins vegar andvígur útfærslunni við álagningu þeirra. Hún má ekki vera framkvæmd þannig að félögin verði ekki rekstrarhæf og hrökklist úr starfsemi,“ segir Georg þegar við hefjum viðtalið á því að tala um veiðigjöldin sem hafa verið mjög í umræðunni undanfarið.

 

Lesa má viðtal við Georg Andersen framkvæmdastjóra hjá Valafelli í Ólafsvík í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is