Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. febrúar. 2014 01:25

„Þetta eru stórar ákvarðanir hjá okkur“

Saurbær í Dalasýslu var sú sveit á Íslandi langt fram eftir síðustu öld sem státaði af því að þar væri nánast allt til alls og sveitin sjálfu sér nóg að flestu leyti. Þótt til dæmis kaupfélögin væru að tína tölunni í landinu var kaupfélagið áfram á sínum stað á Skriðulandi. Það fór þó svo fyrir nokkrum árum að kaupfélagið hætti rekstri og einstaklingur tók við starfseminni. Þjónustan breyttist á Skriðulandi, verslunarhorn var þar áfram og fólki var sem fyrr tamt að tala um kaupfélagið á Skriðulandi. Vegfarendum og íbúum í Saurbænum brá svo í brún síðasta vor þegar þar var skellt í lás. Þá var ekki lengur hægt að nálgast nauðþurftir í Skriðuland heldur varð að sækja þær ýmist í Búðardal, á Reykhóla eða Hólmavík, eða jafnvel alla leið í Borgarnes.

 

Datt í hug að senda inn tilboð

Skriðuland er sem kunnugt er í alfararleið þeirra sem eru á Vestfjarðaleið og líka þeirra sem eiga leið út á Skarðsströnd og fyrir Klofning. „Við vorum búin að fara um hérna í nokkur skipti þegar við vorum að koma í heimsókn á Skarðsströndina. Ég var búinn að sjá að Skriðuland var auglýst til sölu og ákvað þegar við vorum á ferðinni hérna síðasta haust að skoða þetta betur. Þegar ég fór að spyrjast fyrir höfðu eiginlega engir sýnt þessu áhuga. Ég ákvað því að senda inn tilboð og á endanum var fallist á að selja mér eignirnar hérna fyrir tíu milljónir króna. Það þurfti að laga ansi mikið hérna til að hægt væri að opna verslunina og það er mikil vinna framundan hjá okkur,“ segir Valgeir Þór Ólason þrítugur Breiðhyltingur og fyrrum Kópavogsbúi sem ætlar nú að freista þess að ná fótfestu í Dölunum. Sambýliskona Valgeirs er Kristný María Hilmarsdóttir rúmlega tvítug frá Skarði á Skarðsströnd og Skuld í Saurbænum. „Það má segja að ég sé komin heim aftur og það verður spennandi að takast á við þetta,“ segir Kristný. „Já, mér líst vel á mig í sveitinni. Sveitafólkið er kurteist og skemmtilegt,“ segir Valgeir.

 

Lesa má viðtal við þau Valgeir Þór Ólason og Kristný Maríu Hilmarsdóttur í Versluninni Skriðulandi í Saurbæ í Dölum í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is