Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. febrúar. 2014 09:00

Minna en helmingur þingmála ríkisstjórnarinnar komin fram

Katrín Jakobsdóttir þingkona Vinstri grænna vakti athygli á því á Alþingi í gær að samkvæmt endurskoðaðri þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar ætti enn eftir að leggja fram meira en helming af þeim málum sem ríkisstjórnin hafði áætlað að leggja fram á yfirstandandi þingi. Hún sagði að lausleg skoðun sín hefði leitt í ljós að af 181 þingmáli sem ríksistjórnin hafi tilkynnt í haust að hún ætlaði að leggja fram ætti en eftir að leggja fram 100. Katrín lýsti yfir áhyggjum af þessu og hvatti til þess að hin endurskoðaða þingmálaskrá yrði endurskoðuð aftur.

 

 

„Það er mjög mikilvægt að ríkisstjórnin endurskoði hina endurskoðuðu þingmálaskrá því það sjá það allir að hér er mjög færst í fang og mér sýnist nú ríkist ríkisstjórnin hafa ætlað sér um of við gerð þessarar þingmálaskrár,“ sagði Katrín og bætti við: „Fyrst og fremst langar mig til að brýna hæstvirtan forseta, sem einmitt hefur talað fyrir góðum vinnubrögðum hér á þinginu, að við munum ekki verða sett í þá aðstöðu að fá hér inn holskeflu þingmála á síðasta degi, eða jafnvel eftir síðasta dag samþykkt inn á dagskrá með afbrigðum, sem síðan verða afgreidd í allt of miklum flýti.“

 

Einar Kristinn Guðfinnsson forseti Alþingis sagðist taka undir málflutning Katrínar og áréttaði mikilvægi þess að þingmál væru lögð fram í tæka tíð því annars væri hætt við að þau næðu ekki fram að ganga. Starfsáætlun Alþingis gerir ráð fyrir að þinglok verði 16. maí og því eru aðeins 31 þingfundardagur til stefnu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is