Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. febrúar. 2014 04:01

Rauðakrossbúðin er skemmtileg fataverslun

Í tæplega þrjú ár hefur Borgarfjarðardeild Rauða krossins rekið fataverslun í Borgarnesi. Fyrst var hún til húsa að Borgarbraut 61 en er nú í Félagsbæ að Borgarbraut 4. Í Rauðakrossbúðinni eins og hún er kölluð er seldur notaður fatnaður og skór í öllum stærðum og gerðum fyrir konur og karla á öllum aldri. Að sögn Svövu Svavarsdóttur umsjónarkonu búðarinnar og stjórnarmeðlims í stjórn Borgarfjarðardeildar Rauða krossins er sjón sögu ríkari. „Hér leynist margvíslegur fatnaður fyrir bæði kynin. Þetta er í raun algjör fjársjóðskista því hér eru mjög góðar flíkur sem eru lítið sem ekkert notaðar. Fötin eru fyrir alla hópa; karla, konur, unglinga og börn. Til að nefna einhver dæmi þá er hér að finna jakkaföt, kjóla, vinnuföt, íþróttaföt, yfirhafnir, grímubúninga, skyrtur, peysur, úlpur, trefla og margt fleira,” segir Svava.

 

Fötin flokkuð fyrir sunnan

„Stöðugt fáum við líka nýjar sendingar af fötum til okkar. Rétt er að taka fram að öll föt sem Rauði krossinn selur hafa verið gefin. Þeim er safnað víðsvegar um land í söfnunargámana okkar og eru loks flutt í flokkunarmiðstöð RKÍ í Reykjavík af Eimskip sem styrkir starfið okkar af stórhug. Þaðan fáum við síðan nýjar fatasendingar í búðina. Það er mikilvægt að það komi fram að föt sem við í Borgarfjarðardeildinni tökum á móti hér á svæðinu fara beint suður til flokkunar og eru því ekki seld í búðinni hér við Borgarbraut. Fólk sem til okkar kemur þarf því alls ekki að óttast að ganga í fötum af öðru fólki hér í bænum,“ segir Svava sem hvetur fólk eindregið til að leggja RKÍ lið með því að gefa föt. „Ég minni fólk á fatagáminn okkar við Félagsbæ í næstu tiltekt. Í hann er hægt að setja föt allan sólarhringinn.“

 

Allur ágóði rennur til Rauða krossins

Verðlagningu er stillt í hóf í búðinni segir Svava og eru verð samkvæmt verðskrá Rauða krossins. „Félagsdeildir RKÍ reka fjölda búða um allt land og er verðlagning því samræmd.“ Svava bætir því við að allur ágóði af sölu fatnaðar í Rauðakrossbúðinni í Borgarnesi renni til verkefna sem rekin eru af Borgarfjarðadeildinni. Búðin er rekin í sjálfboðavinnu og leggur á annan tug sjálfboðaliða hönd á plóg í rekstri hennar. „Þetta er hress og skemmtilegur hópur sem kemur að búðinni og er mikil ánægja í honum. Við skiptumst á að standa vaktina, en opið er á fimmtudögum frá kl. 15-18, föstudögum frá kl. 14-18 og laugardögum frá kl. 12-15. Alltaf er pláss fyrir fleiri sjálfboðaliða með okkur og hvet ég alla áhugasama sem vilja leggja starfi Rauða krossins lið til að hafa samband við mig eða í búðina. Þá er rétt að geta þess að í Reykjavík hefur skapast sú hefð að starfsfólk fyrirtækja taki að sér vakt í búðunum í eina og eina viku. Ég hvet fyrirtæki, hópa og félagasamtök hér á svæðinu til að skoða þennan möguleika.“

 

Svava hvetur fólk til að koma í heimsókn í Rauðakrossbúðina. Þar er hægt að gera afar góð kaup og finna jafnvel hágæða tískuflíkur og merkjavöru á lágu verði. „Það er meira að segja þannig að sumir kjósa að versla eingöngu í búðum sem þessum, einfaldlega vegna þess að þar finnast svo smart föt. Í mörgum erlendum borgum eru til dæmis til margar búðir sem hafa helgað sig sölu á notuðum og gömlum fötum. Þær eru einfaldlega sívinsælar. Íbúar á Vesturlandi þurfa ekki að leita langt yfir skammt til að finna góða og skemmtilega fatabúð.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is