Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. febrúar. 2014 12:51

Vilja að reglur um hámarksaldur skólabílstjóra taki strax gildi

Foreldrafélag Grunnskóla Borgarfjarðar (GBF) hélt fund 20. janúar síðastliðinn þar sem harðorð ályktun um öryggismál barna á skólaferðalögum var samþykkt. Því var beint til fræðsluyfirvalda í sveitarfélaginu að nýlegt ákvæði í reglum um skólaakstur í Borgarbyggð um hámarksaldur skólabílstjóra tækju gildi strax, eða áður en núgildandi samningar á forsendum útboðs um skólaakstur rynnu út. Öryggi barna ætti alltaf að vera í fyrsta sæti og börnin ættu að njóta vafans, „annað væri ekki ásættanlegt,“ eins og segir í ályktuninni.

Ályktun foreldrafélagsins var nýverið sett á vef skólans og er svohljóðandi:

 

 

„Að gefnu tilefni vil stjórn Foreldrafélags GBF skora á fræðslunefnd Borgarbyggðar að beita sér fyrir því að öryggi barna sé tryggt í bæði skólaakstri og tómstundaakstri á vegum sveitarfélagsins sem og í öðrum akstri sem tengist starfi grunnskóla Borgarbyggðar. Það er afar mikilvægt að traust ríki á milli þeirra sem sinna skólaakstrinum, skólayfirvalda og foreldra barnanna. Því er það samstarfsverkefni þessara aðila að búa sem best að öryggi og aðbúnaði barnanna. Fræðslunefnd og sveitarstjórn hafa sýnt mikla ábyrgð með því að setja reglur um skólaakstur og álítur stjórnin mikilvægt að fylgja þeim reglum eftir og að það sé tryggt að þau séu höfð að leiðarljósi þegar farið er með nemendur í aðrar ferðir á vegum skólans. Stjórn Foreldrafélags GBF skorar á fræðsluyfirvöld að beita sér jafnframt fyrir því að nýsettar reglur Borgarbyggðar um skólaakstur taki að fullu gildi um allan skólaakstur GBF ekki seinna en í upphafi næsta skólaárs. Annað er ekki ásættanlegt,“ segir orðrétt í ályktun félagsins.

 

Fyrir fundinum hafði legið erindi frá foreldrum vegna skólaferðalags nemenda unglingadeildar GBF til Reykjavíkur, þriðjudaginn 14. janúar sl. Í erindunum kom m.a. fram óánægja með að reglur Borgarbyggðar um aldur bifreiðastjóra í skólaakstri og öðrum akstri með skólabörn á vegum sveitarfélagsins væru ekki virtar. Í máli Ásthildar Magnúsdóttur fræðslustjóra Borgarbyggðar, sem sat fundinn ásamt skólastjóra og deildarstjóra GBF á Varmalandi, kom meðal annars fram að ákvæði um hámarksaldur skólabílstjóra í nýlegum reglum Borgarbyggðar um skólaakstur tæki ekki gildi fyrr en þeir samningar sem nú eru í gildi rynnu út. Það væri því ljóst að það ákvæði tæki ekki gildi fyrr en eftir tvö og hálft ár, eða haustið 2016. Sagði Ásthildur reglurnar þó gilda um allan aukaakstur á vegum grunnskólanna og verður þeim framfylgt hér eftir.

 

Því er við þetta að bæta að ályktun Foreldrafélags GBF var lögð fyrir fræðslunefnd sl. þriðjudag og sveitarstjórn í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is