Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. febrúar. 2014 02:01

Vatnshellir óskar eftir sjálfboðaliðum

Hellaferðir sf., sem áttu lægsta og jafnframt eina tilboðið í rekstur Vatnshellis á Snæfellsnesi, óska nú eftir sjálfboðaliðum til að mæta í Vatnshelli á mánudaginn næsta. Þá stendur til að ljósmynda kynningarefni fyrir hellinn og því vantar fólk sem vill vera með í myndatökum. Þátttaka felur í sér að myndir af þeim sem gefa kost á sér og mæta gætu birst í bæklingum, vefsíðu og öðru kynningarefni fyrir Vatnshelli. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Útivistarfatnaður og gönguskór eru skilyrði. Fólk getur skráð sig með pósti á netfangið vatnshellir@vatnhellir.is. Fjöldi þeirra sem geta tekið þátt er takmarkaður en mæting er boðuð við hellinn klukkan 20:00 á mánudagskvöld.

 

 

 

Eins og fram kom í frétt hér á vef Skessuhorns nú í morgun, þá opnuðu Ríkiskaup í liðinni viku tilboð í rekstur Vatnshellis á Snæfellsnesi. Hellaferðir sf., fyrirtæki feðganna Þórs Magnússonar og Ægis Þórs Þórssonar á Gufuskálum, var eini bjóðandinn í reksturinn. Þeir hafa rekið hellinn frá því í fyrrasumar. Undir þeirra stjórn meira en tvöfaldaðist gestafjöldinn, fór úr 3.400 árið 2012 í um 8.000 síðastliðið ár. Hellaferðir buðu 3,1 milljón króna á ári í reksturinn. Er það hálfri milljón lægri upphæð en Umhverfisstofnun hafði gert ráð fyrir að fá í tekjur af rekstrinum. Þegar búið verður að skrifa undir samninginn mun hann gilda í tvö ár með möguleika á að framlengja þrisvar um eitt ár í senn, eða í allt að fimm ár.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is