Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. febrúar. 2014 06:01

Gáfu hjartastuðtæki sem staðsett verður á Hvanneyri

Í tilefni 112 dagsins síðastliðinn þriðjudag afhenti Sigurþór Ó. Ágústsson formaður Neista, félags slökkviliðsmanna í Borgarbyggð, Gísla Björnssyni yfirmanni sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands nýtt hjartastuðtæki að gjöf fyrir hönd félagsins. Afhendingin fór fram í Hyrnutorgi í Borgarnesi þar sem ýmis búnaður viðbragðsaðila var kynntur. Hjartastuðtæki þetta kemur til með að verða staðsett í slökkvistöð SB á Hvanneyri ásamt nýrri súrefnistösku sem HVE leggur til. Tæki sem þessi er nú að finna á þremur stöðum í uppsveitum Borgarfjarðar; Húsafelli, Reykholti og Hvanneyri. HVE hefur þjálfað upp sérstök teymi í notkun tækjanna sem björgunarsveitarmenn og slökkviliðsmenn í uppsveitunum skipa og stendur til að slíkt teymi verði einnig þjálfað upp vegna búnaðarins á Hvanneyri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is