Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. febrúar. 2014 12:38

Orkuveitan má ekki innheimta fyrir fráveituþjónustu sem hún veitir ekki

Hæstiréttur staðfesti 6. febrúar síðastliðinn héraðsdóm í máli sem Orkuveita Reykjavíkur (OR) áfrýjaði vegna málaferla gegn fyrirtækjunum IÁ hönnun ehf., Lýsingu hf. og Grenjum ehf. Ágreiningur er vegna álagningar fráveitugjalds á hluta fasteigna sem hýsa starfsemi Skagans hf. við Bakkatún 22-24 á Akranesi. Krafðist Orkuveitan þess að í fyrsta lagi yrði ógiltur úrskurður úrskurðarnefndar samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir frá 14. nóvember 2011 í málinu nr. 13/2011. Þá krafðist OR þess að staðfest verði sú álagning fráveitugjalda sem lögð var á fasteignina fyrir árið 2011. Loks krafðist OR þess að málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti yrði greiddur af gagnaðilum. Málsatvik voru þau að hluti fasteignarinnar sem hýsir starfsstöðvar Skagans hf. við Krókatún var tengd fráveitukerfi OR en aðrir hlutar fasteignarinnar voru tengdir öðru fráveitukerfi í eigu fyrirtækjanna sem stefnt var. Greindi málsaðila á um hvort OR hefði verið heimilt að leggja fráveitugjald á alla fasteignina miðað við heildarfermetrafjölda hennar eða einungis fermetrafjölda þess hluta sem sannanlega var tengdur fráveitukerfi OR.

 

 

 

Í málsskjölum Hæstaréttar segir m.a. að virtu orðalagi 1. mgr. 14. gr. laga nr. 9/2009, um uppbyggingu og rekstur fráveitna, var talið að um fráveitugjald samkvæmt lögunum færi eftir reglum sem um þjónustugjöld giltu. „Af þessu eðli gjaldsins var talið leiða að það yrði ekki lagt á nema gjaldandi fengi þá þjónustu sem svaraði til gjaldtökunnar. Samkvæmt þessu þótti óheimilt að heimta fráveitugjaldið vegna hluta fasteignarinnar er málið laut að sem ekki voru tengdir fráveitukerfi OR.“ Voru IÁ hönnun ehf., Lýsing hf. og Grenjar ehf. því sýknað af kröfu Orkuveitunnar og skal OR greiða 700.000 krónur í málskostnað.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is