Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. febrúar. 2014 08:01

Fullt út úr dyrum á tíundu Viskukúnni á Hvanneyri

Spurningakeppnin Viskukýrin fór fram í tíunda skipti síðastliðið fimmtudagskvöld. Sem fyrr var skemmtunin í matsal Landbúnaðarháskóla Íslands í Ásgarði á Hvanneyri. Fjöldi fólks mætti til að fylgjast með keppninni og var fullt út úr dyrum. Líkt og undanfarin ár stýrði sjónvarpsmaðurinn góðkunni Logi Bergmann Eiðsson keppninni á léttan og skemmtilega hátt og má með sanni segja að nærvera hans og hnyttin stjórnun hafi framkallað ófá hlátrasköll hjá gestum og keppendum. Alls kepptu átta lið að þessu sinni. Þetta voru lið búvísinda, starfsmanna Lbhí, búfræði 1, búfræði 2, umhverfisskipulags, íbúa á Hvanneyri, Hvannahússins og nemenda Háskólans á Bifröst. Eftir spennandi viðureignir í átta liða úrslitum komust lið búvísinda og kennara áfram í undanúrslit ásamt báðum liðum búfræðinnar. Búvísindin drógust þar á móti liði kennara sem þeir báru síðan sigurorð af 24:20 á meðan búfræði 2 lagði kollega sína í búfræði 1; 16:20. Jafn úrslitaleikur fór síðan í hönd þar sem lið búvísinda sigraði 19:24 í jafnri keppni.

 

Nánar um keppnina í máli og myndum í Skessuhorni sem kemur út á morgun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is