Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. febrúar. 2014 06:01

Háskólinn á Bifröst boðar breytingar í kennsluháttum

Ný áform um breytta kennsluhætti og aðferðir voru kynntir á mánudaginn við Háskólann á Bifröst. Anna Elísabet Ólafsdóttir aðstoðarrektor segir að breytingarnar miðist að því að auka þjónustu við nemendur og að þær taki mið af nútímanum og framtíðinni. Þeir kennsluhættir sem verða innleiddir næsta skólaár er að í fyrsta lagi mun allt nám fara fram í 6-7 vikna lotum. „Með þessum breytingum ná nemendur að einbeita sér betur að náminu og vekefnaálag dreifist betur yfir önnina sem stendur í 14 vikur og samanstendur því af tveimur lotum. Þá verður svokölluð vendikennsla innleidd og munu allir fyrirlestrar verða settir á netið þar sem nemendur geta horft á þá þegar þeim hentar. Í staðinn fyrir fyrirlestratíma verða verkefnatímar settir í staðinn þar sem kennari mun fara dýpra í námsefnið og vinna að vekefnum með nemendum,“ segir í tilkynningu frá skólanum um fyrirhugaðar breytingarnar.

 

 

 

Anna Elísabet sagði að loturnar verði kenndar samhliða í stað- og fjarnámi og eigi því skilvirkni að aukast til mikilla muna. Það mun svo aftur leiða til sparnaðar og hagræðingar í rekstri skólans. „Gæði námsins munu aukast þar sem nemendur geta einbeitt sér að færri námsgreinum í einu og dýpri umræða mun nást í verkefnatímum undir handleiðslu kennara,“ segir Anna Elísabet.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is