Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. febrúar. 2014 01:03

Ómskoðun ein mesta framför í sauðfjárræktinni

Á undanförnum árum hafa sauðfjárbændur í auknum mæli látið ómskoða kindur sínar. Í ómskoðun er fóstrin í ánum talin um tveimur mánuðum eftir fengitíma. Með þessu veit bóndinn með þokkalegri nákvæmni hvort ærin gengur með eitt, tvö eða þrjú lömb. Auðveldar talningin bændum störfin á sauðburði og eykur nákvæmni í fóðrun. Þegar vitað er hvað ærnar ganga með mörg lömb er t.d. hægt að venja annan tvílembing undan gemlingi eða þrílembing undir einlembdu ærnar. Einlemburnar eru þá settar saman í stýur fyrir sauðburðinn og reynt eftir megni að koma lambi til viðbótar undir þær þegar þær sjálfar bera. Slíkt tekst í flestum tilfellum. Loks geta þeir bændur sem eru að temja fjárhunda notað geldu ærnar við æfingarnar.

Nú eru ýmsir sem ferðast um sveitir til að ómskoða ær. Í þeirra hópi er Guðbrandur Þorkelsson sem hér sést við talningu í Eyja- og Miklaholtshreppi. Vanur talningarmaður kemst upp í að ómskoða 100-200 ær á klukkustund, fer eftir aðstæðum í fjárhúsum og mannskap.

  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is