Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. febrúar. 2014 07:01

Tvöföldun Hvalfjarðarganga er pólitísk spurning sem snýst um umferðaröryggi

Morgunblaðið færði með frétt mánudaginn 10. febrúar sl. í tal að nú væri vaxandi þörf á að huga að tvöföldun Hvalfjarðarganganna. Spár um aukningu umferðar bentu til að göngin myndu ekki í fyrirsjáanlegri framtíð anna þeirri umferð sem verður um þessa stofnæð á þjóðveginum milli landshluta. Rætt var við Gísla Gíslason formann stjórnar Spalar í Morgunblaðinu. Eftir að fréttin birtist virðist sem talsverð umræða hafi spunnist upp á kaffistofum og vinnustöðum t.d. á Akranesi. Einkum hafi umræðan snúist um hvort yfirleitt væri þörf á tvöföldun Hvalfjarðarganga og jafnvel bent á að til að minnka umferðartappa á sumrin mætti breyta aðkomu að gjaldskýlum. Sitt sýndist hverjum og var m.a. haft samband við ritstjórn Skessuhorns og þess óskað að fjallað yrði um hvort brýn þörf væri nú til að ræða tvöföldun Hvalfjarðarganga. Einnig var spurt, þegar og ef af þeirri framkvæmd yrði, hvort ekki ætti að útiloka að um einkaframkvæmd yrði að ræða eins og núverandi göng voru fjármögnuð. Vildu viðmælendur Skessuhorns halda því fram að ef kæmi til þess að gera þurfi önnur jarðgöng undir Hvalfjörð þyrfti að tryggja að það yrði hlutverk ríkisins að fjármagna þau líkt og öll önnur samgöngumannvirki hér á landi í seinni tíð.

 

Þessa skoðun byggja viðmælendur Skessuhorns á því að hlutfallslega hafi þeir greitt mikið fyrir notkun ganganna og þeirra brautryðjendastarfi væri senn lokið. Gangagjaldið væri íþyngjandi fyrir rekstur heimila og fyrirtækja á Akranesi og það ætti því að vera kappsmál heimafólks að mótmæla því að önnur göng yrðu byggð á sömu hugmyndafræði og núverandi einkaframkvæmd var á sínum tíma.

 

Líkt og Morgunblaðið leitaði Skessuhorn til Gísla Gíslasonar stjórnarformanns Spalar vegna þessara fyrirspurna íbúa. Svör hans í meginatriðum voru þau að ákvörðun um tvöföldun Hvalfjarðarganga væri pólitísk. Spölur geti jú reiknað út og lagt fram hugmyndir fyrirtækisins, en í samningi um göngin lægi það fyrir að hlutverki Spalar lýkur þegar lán hafa að fullu verið greidd. Þá verður göngunum skilað til ríkisins sem tekur við rekstrinum og gjaldtöku hætt. Hins vegar segir Gísli að það liggi fyrir að miðað við áætlanir um aukningu umferðar sé af öryggisástæðum talið skynsamlegt að byggja ný göng eftir 6-8 ár og slíkt verk krefjist allt að fjögurra ára undirbúnings.

 

Sjá nánar í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kemur út í dag. Þar er rætt við Gísla Gíslason stjórnarformann Spalar um málið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is