Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. febrúar. 2014 10:01

Líf og fjör á Stapanum en ergelsi yfir ýsunni

Mikið líf var í höfninni á Arnarstapa síðdegis á föstudag í liðinni viku. Fjöldinn allur af línutrillum streymdu inn til löndunar í þessari fallegu höfn undir Snæfellsjökli. Þarna undir snævi þöktum jöklinum var gott skjól fyrir norðanvindinum sem blés frekar kuldalega þennan dag og hafði gert lungann úr vikunni. Fiskikörin stóðu barmafull á bryggjunni. Menn hömuðust við að landa upp úr einum bátnum, Kristni SH 812 frá Snæfellsbæ. Á meðan biðu aðrir bátar við festar eftir því að röðin kæmi að þeim undir löndunarkrananum. Það var löndunarbið á Stapanum þennan dag.

„Ætli við séum ekki með um 200 kíló á balann í dag. Þetta hafa verið svona 150 til 200 kíló undanfarið. Við erum sáttir við það, já, já. Það er ekki hægt annað. Fyrir okkur hérna á Snæfellsnesinu munar öllu að geta róið héðan frá Arnarstapa þegar norðanáttirnar eru þrálátar og fá þannig skjól af nesinu,“ sagði Bárður Guðmundsson skipstjóri og útgerðarmaður á Kristni SH þar sem hann stóð á bryggjunni við löndun úr bátnum.

 

Lesa má líflega umfjöllun um febrúarlífið í höfninni á Arnarstapa á Snæfellsnesi í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kemur út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is