Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. febrúar. 2014 06:01

Tungumálaforða leitað í skólum landsins

Í tilefni alþjóðadags móðurmálsins í dag, föstudaginn 21. febrúar, gengst menntamálaráðuneytið fyrir því að hrinda af stað leik sem gengur út á að leita uppi þau móðurmál sem töluð eru í skólum víðsvegar um landið. Einnig verður kannað hversu miklum tungumálaforða skólar búa yfir. Á heimasvæðinu www.tungumalatorg.is  eru nemendur einstakra bekkja og skóla hvattir til að skrá öll móðurmál sín. Þannig fást upplýsingar um tungumálaforða hvers skóla og með því er hægt að fá yfirlit yfir tungumálaforðann á einstökum landsvæðum og á landinu í heild. Þeir skólar sem búa yfir miklum tungumálaforða fá sérstaka viðurkenningu.

Íslenska er móðurmál flestra sem búa á Íslandi en alls ekki allra. Margir eru tví- eða fjöltyngdir. Öll móðurmál og önnur mál sem töluð eru á Íslandi og erlend tungumál sem við lærum í skólum mynda saman tungumálaforða Íslands. Hann er okkur dýrmætur. Ríkulegur tungumálaforði endurspeglar fjölbreytta menningu oger lykill að farsælum samskiptum við umheiminn.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is