Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. febrúar. 2014 03:01

Íþróttamaður Borgarfjarðar verður útnefndur annað kvöld

Íþróttamaður Borgarfjarðar 2013 verður útnefndur á morgun. Í ár eru verðlaunin veitt sameiginlega af Borgarbyggð og UMSB í fyrsta skipti, en áður útnefndu báðir aðilar íþróttamann hvers árs í sitt hvoru kjörinu. Útnefningin fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi eftir körfuboltaleik Skallagríms og Þórs frá Þorlákshöfn í Dominosdeildinni sem búist er við að ljúki upp úr kl. 20:30. Að sögn Pálma Blængssonar framkvæmdastjóra UMSB gátu íbúar í Borgarbyggð sent inn tilnefningar í kjörið til jafns við aðildarfélög sambandsins að þessu sinni og bárust 13 tilnefningar.

Það kom síðan í hlut formanna aðildarfélaga UMSB og stjórnar sambandsins annars vegar og sérstakrar valnefndar hins vegar að kjósa íþróttamann Borgarfjarðar.

Reglur um kjörið kveða á um að formenn aðildarfélaga og stjórn UMSB kjósa allir um tíu efstu úr hópi tilnefndra. Í samræmi við niðurstöðu kosningar fær tilnefndur íþróttamaður stig sem fer þannig fram að sá sem lendir í fyrsta sæti fær 10 stig, sá sem lendir í öðru sæti fær 9 stig, sá sem lendir í þriðja sæti fær 8 stig og svo framvegis. Niðurstaðan hefur 50% vægi á móti kosningu valnefndar þar sem sitja þrír fulltrúar skipaðir af Borgarbyggð, stjórn UMSB og formannafundi sambandsins. Sama kosningafyrirkomulag er í kjöri valnefndar en í henni sitja þau Íris Grönfeldt skipuð af Borgarbyggð, Þórdís Arnardóttir skipuð af formannafundi og Sigurður Örn Sigurðsson (Sössi) skipaður af stjórn UMSB. Standi tveir íþróttamenn uppi með jafn mörg stig skal niðurstaða vals formanna og stjórnar ráða úrslitum.

 

Auk þess að útnefna Íþróttamann Borgarfjarðar fá fimm efstu í kjörinu sérstök verðlaun annað kvöld. Á athöfninni verða einnig veittar viðurkenningar til þeirra sem komust í landslið og urðu Íslandsmeistarar í fyrsta skipti á síðasta ári og þá verður maraþonbikarinn afhentur fyrir besta tíma í maraþoni á síðasta árs. Jafnframt verður viðurkenning veitt venju samkvæmt úr Minningarsjóði Auðuns Hlíðkvists Kristmarssonar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is