Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. febrúar. 2014 05:45

Formaður segir öflugan lista vera að fæðast

Uppstillingarnefnd, sem Framsóknarfélagið á Akranesi kaus í janúar til að gera tillögu að framboðslista fyrir flokkinn fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor, er enn að störfum. Björn Kjartansson formaður nefndarinnar staðfesti í samtali við Skessuhorn nú síðdegis að nefndin myndi skila tillögu að lista fyrir félagsfund sem fram á að fara í síðasta lagi um eða eftir næstu helgi. „Þetta verður öflugur listi,“ sagði Björn í samtali við Skessuhorn. Hann  vildi að öðru leyti ekki tjá sig um störf nefndarinnar né hverjir myndu skipa efstu sæti listans. Ástæða þess að Björn var inntur eftir þessu nú, var frétt sem DV birti um nónbil í dag þess efnis að væringar væru innan Framsóknarfélagsins á Akranesi og í hópi þeirra sem áður höfðu gefið kost á sér til setu í efstu sætum listans vegna þess að nú hafi Jóhannesi Karli Guðjónssyni knattspyrnumanni verið boðið efsta sæti á listanum sem hann hafi og þegið, samkvæmt heimildum DV. Þess ber að geta að Guðmundur Páll Jónsson oddviti framsóknarmanna í tvo áratugi, gaf það út fyrir nokkru að hann hygðist draga sig í hlé frá sveitarstjórnarmálunum.

 

 

 

Orðrétt segir í frétt DV um málið í dag: „Dagný [Jónsdóttir bæjarfulltrúi] staðfestir enda í samtali við DV nú fyrir stundu að hún hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér á lista Framsóknarflokksins í komandi kosningum. Vildi hún að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Margrét Þóra [Jónsdóttir] er einnig hætt við að gefa kost á sér. Þessar hrókeringar með oddvitastöðuna virðist því dýru verði keyptar fyrir listann þar sem tvær frambærilegar konur, sem unnið hafa innan flokksins um árabil, hverfa á braut,“ segir í frétt DV, en nánar má lesa um það á www.dv.is  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is