Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. febrúar. 2014 11:40

Lækka álögur á áfengi og tóbak en heilbrigðisþjónustu ekki

Bjarkey Gunnarsdóttir þingkona Vinstri grænna gagnrýndi á Alþingi í gær forgangsröðun ríkisstjórnarinnar sem birtist í frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra um gjaldskrárlækkanir. Hún benti á að lækkanirnar snúi fyrst og fremst að lækkun gjalda á áfengi, tóbak og eldsneyti á sama tíma og gjöld vegna heilbrigðisþjónustu sem hækkuðu verulega um áramót stæðu óhögguð. „Nú hefur verið lagt fram frumvarp um gjaldskrárlækkanir þar sem m.a. er lagt til að álögur á áfengi, tóbak og bensín lækki og umhverfis- og auðlindaskattur verði lækkaður,“ sagði Bjarkey og bætti við að að um 190 milljóna króna lækkun sé að ræða á gjöldum af áfengi og tóbaki.

„Að ríkisstjórnin lækki áfengisgjaldið um 0,97% en hrófli ekki við 20% hækkun á heilbrigðisþjónustu, sem bitnar jú eins og við vitum mest á þeim sem minnst hafa, verður til þess að maður spyr sig fyrir hvern þessi ríkisstjórn sé eiginlega,“ sagði Bjarkey og bætti við:  

„Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga. Hafi okkur fundist rangindi vera í kerfinu eigum við að laga og leiðrétta rangindin en ekki með því að setja á eða hækka sjúklingagjöld og lækka á sama tíma álögur á brennivín og tóbak.“ 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is