Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. febrúar. 2014 06:01

Breytingar á sorphirðu í Búðardal

Við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins Dalabyggðar fyrir árið 2014 var gert ráð fyrir nokkrum breytingum á fyrirkomulagi sorphirðu. Áætlað er að auka þjónustu á endurvinnslustöð án þess að til komi aukinn kostnaður. Í þeim tilgagni verður sett upp svokölluð flokkunarkrá þar sem íbúar geta losað sig við flokkaðan úrgang óháð opnunartíma endurvinnslustöðvar. Tillaga þessa efnis var samþykkt á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar sl. þriðjudag.

 

 

Ákvörðun um breytta sorphirðu tók sveitarstjórn að höfðu samráði við Gámaþjónustu Vesturlands. Hún felst m.a. í því að almenn sorphirða frá heimilum verði á 14 daga fresti í stað tíu daga áður. Samhliða þessu verða gerðar breytingar á flokkunarstöðinni við Vesturbraut þannig að íbúar geta komið með flokkað sorp á öllum tímum sólarhrings og losað í flokkunarkrá. Breyting á sorphirðunni er kynnt íbúum Dalabyggðar þessa dagana og í kynningarbréfi kemur m.a. fram að eins og á síðasta ári verði farið með gáma fyrir timbur og járn um sveitarfélagið. Gert er ráð fyrir að það verði í júnímánuði og gámar verði í um það bil eina viku á hverjum stað.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is