Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. febrúar. 2014 10:01

Sólarkísilverksmiðja á Grundartanga myndi skapa mörg hundruð störf

Að undanförnu hafa forsvarsmenn Faxaflóahafna átt í viðræðum við fulltrúa bandaríska fyrirtækisins Silicor materials um byggingu sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Um er að ræða mjög stóra verksmiðju á íslenskan mælikvarða, sem gæti framleitt um 16 þúsund tonn af kísil á ári. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan yrði 400 manna vinnustaður. „Starfsemin er í samræmi við það sem við teljum áhugavert verkefni, græn orka nýtt í umhverfisvæna starfsemi, mannfrek en hóflega orkukrefjandi auk þess sem henni fylgja flutningar og þörf á hafnaraðstöðu,“ segir Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóhafna í samtali við Skessuhorn.

Eigendur Silicor materials hafa þó ekki einskorðað sig við Grundartanga við skoðun á stað fyrir verksmiðjuna. Engu að síður eru þeir að láta vinna umhverfisskýrslu fyrir starfsemina sem vonast er til að verði tilbúin í marsmánuði. „Í þeim mánuði gæti skýr mynd verið komin á málið,“ segir Gísli hafnarstjóri en skipulagsþáttur þess er nú til umfjöllunar hjá umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar. Gísli segir að miðað við að málið fái brautargengi hjá sveitarstjórnarmönnum í Hvalfjarðarsveit og áhuginn haldist hjá eigendur Silicor materials muni þeir taka ákvörðun fljótlega enda stefni þeir að því að hefja framkvæmdir á þessu ári. Forsvarsmenn bandaríska fyrirtækisins horfa til Grundartanga m.a. vegna staðsetningar álvers þar. Framleiðsla kísilsins er sérstök að því leyti að efnið er hreinsað með bræddu áli og það selt til framleiðenda sólarrafhlaða. Auk Silicor materials hefur dótturfélag Elkem sýnt áhuga á að koma upp sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Þá hefur einnig fyrirtæki sem framleiðir víra úr áli spurst fyrir um athafnasvæði þar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is