Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. febrúar. 2014 01:01

Frumkvöðla- og nýsköpunarsetrið Hugheimar stofnað í Borgarnesi

Á næstunni taka Hugheimar, frumkvöðla- og nýsköpunarsetur Vesturlands, til starfa. Aðsetur þess verður að Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi. Að stofnun setursins stendur hópur fyrirtækja og stofnana í Borgarfirði; KPMG, Nepal hugbúnaður, SSV þróun og ráðgjöf, Símenntunarmiðstöð Vesturlands, Arion banki, Háskólinn á Bifröst, Landbúnaðarháskóli Íslands, Kaupfélag Borgfirðinga og Verkís ásamt Vitbrigðum Vesturlands, sem eru nýlega stofnuð samtök ungs fólks í skapandi greinum á Vesturlandi. Auk þess tekur Borgarbyggð þátt í verkefninu. Hluti aðila í hópnum hefur nú þegar starfsemi að Bjarnarbraut 8 en það var einmitt þar sem hugmyndin að stofnun setursins komst á skrið, segir Haraldur Örn Reynisson endurskoðandi hjá KPMG sem rekur starfsstöð í húsinu. Haraldur hefur að undanförnu unnið í undirbúningshópi vegna stofnunar setursins fyrir hönd síns fyrirtækis og segir hann mikinn áhuga í hópnum fyrir hugmyndinni og að hún fái gott brautargengi.

Hlúa að frumkvöðlastarfi og nýsköpun
„Það má segja að hugmyndin að frumkvöðla- og nýsköpunarsetri sé búin að vera í gerjun hér í húsinu í mörg ár,“ svarar Haraldur spurður út í aðdragandann. „Við sem störfum hér að Bjarnarbraut 8 ræðum stundum okkar á milli hvar tækifæri atvinnulífsins á svæðinu liggi og hvað megi gera til að örva nýsköpun og auka fjölbreytni þess á Vesturlandi. Um leið höfum við verið að velta fyrir okkur hvernig hægt sé að nýta betur laust skrifstofurými hér í húsinu. Í öðrum hlutum hússins eru starfandi ýmis þekkingarfyrirtæki og stofnanir þar sem reynslumikið fólk með yfirgripsmikla þekkingu á ýmsum sviðum starfar. Í tengslum við þá umræðu fóru aðilar að velta því fyrir sér að hugsanlega væri kjörið fyrir einstaklinga í frumkvöðlastarfi og nýsköpun að stíga sín fyrstu skref í slíku umhverfi. Bæði er hér góð aðstaða auk þess sem aðilar geta með auðveldum hætti nálgast og hagnýtt þekkingu og reynslu innanhúss til að koma áhugaverðum verkefnum á legg. Samstarfsaðilar vilja með stofnun setursins leggja sitt að mörkum til að hlúa að slíku frumkvöðlastarfi,“ segir Haraldur.

 

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út á miðvikudaginn. Þar er rætt við Harald Örn Reynisson hjá KPMG í Borgarnesi sem er í undirbúningshópi vegna stofnunar Hugheima.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is