Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. febrúar. 2014 10:25

Rekstur vatnsveitunnar í Grundarfirði kominn í jafnvægi

Rekstur vatnsveitu Orkuveitu Reykjavíkur í Grundarfirði er kominn í gott horf eftir truflanir fyrr í vikunni. Tilmæli til íbúa um að spara vatn eru ekki lengur í gildi þó skynsamleg umgengni sé áfram brýnd fyrir fólki þar eins og annarsstaðar, segir í tilkynningu frá OR. Óvenjulegt tíðarfar, langvarandi þurrkur og kuldi, lækkaði mjög vatnsborð í borholum á Grund, sem vatn er tekið úr fyrir vatnveituna. Það olli því að loft komst inn á kerfið með tilheyrandi óþægindum. Meðal annars varð vart við grugg í vatninu. Starfsfólk Orkuveitunnar brást við með því að setja sérstaka vakt á vatnsöflunina og var dælingu úr holunum handstýrt til að koma jafnvægi á reksturinn. Vöktunin leiddi ennfremur í ljós að þrátt fyrir tíðarfarið gefur vatnsbólið nægilegt vatn, en það þarf að stýra vatnstökunni betur þegar svo mikið hefur lækkað í því.

Bættur búnaður við vatnstökuna

Nú er búið að koma upp stýribúnaði við eina dælu af fjórum í borholunum. Fyrirhugað er að auka við þann búnað og gera hann sjálfvirkari en nú er. "Starfsfólk Orkuveitunnar þakkar Grundfirðingum fyrir góð viðbrögð við tilmælum um vatnssparnað og biðst velvirðingar á óþægindum sem þeir urðu fyrir," segir í tilkynningu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is